Leið ömurlega undir 58 kílóum

Bebe Rexha er ánægð með sig eins og hún er.
Bebe Rexha er ánægð með sig eins og hún er. mbl.is/AFP

Tónlistarkonan Bebe Rexha er ekki að eltast við hvernig tónlistar- og tískuiðnaðurinn vill sjá hana. Í viðtali við Health segist hún hafa prófað að vera ofurmjó en hefur enga löngun til þess að leggja það á sig. Rexha var óhrædd við að greina frá því í byrjun árs að tískufyrirtæki höfðu sagt hana of stóra til að hanna á hana kjóla fyrir Grammy-verðlaunahátíðina. 

Rexha hefur lent í því að vera beðin um að grenna sig og rifjar upp þegar umboðsmaður bað hana um að létta sig um tíu kíló. Segist hún í kjölfarið hafa átt í vandræðum með að kunna vel við sjálfa sig. Nú reynir hún að vinna markvisst í sjálfri sér og gengur um á nærbuxum og brjóstahaldara heima hjá sér til þess að æfa sig. Ráðgjafi benti henni á að ganga nakin um heima hjá sér en hún segist ekki geta gert það.  

„Ég sé poppstjörnur vera ofurmjóar. Ég gæti alveg farið þangað. Ég hef gert það áður, þegar ég var rúmlega 55 kíló - og mér leið ömurlega. Mér var kalt, borðaði aldrei. Ég var ekki með neinn rass,“ sagði Rexha meðal annars. „Guð minn góður ég var svo mjó,“ segist Rexha nú hugsa þegar hún sér myndir af sér frá þessum tíma. 

Rexha segist ekki einu sinni passa sig þó hún sé að fara í mikilvæga myndatöku og telur upp það sem hún borðaði dagana áður en hún mætti í forsíðumyndatöku fyrir Health. Hún segist njóta þess að lifa lífinu og þó hún hafi fengið smá bakþanka þegar hún vigtaði sig og sá að hún hefði bætt á sig tæpum þremur kílóum náði sú hugsun ekki að lifa lengi. 

Bebe Rexha.
Bebe Rexha. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál