Indíana gefur töfraráð fyrir betri svefn

Indíana Nanna Jóhannsdóttir sendi nýverið frá sér bókina Fjarþjálfun sem hefur vakið mikla athygli. Bókin fjallar um allt sem viðkemur líkamsrækt og heilbrigðum lífsstíl og er einnig farið yfir þætti á borð við mataræði, markmiðasetningu og hugarfar.

Indíana segir að góður svefn sé atriði sem margir gleymi að leggja áherslu á þegar kemur að heilsurækt.

„Til að fá sem mest út úr æfingum og stuðla að almennri vellíðan þurfum við að sofa vel. Lengd og gæði svefns skipta miklu máli,“ segir Indíana. „Lélegur svefn ruglar líka matarlystina og líkaminn er þá líklegri til að kalla á óhollustu sem veitir skyndiorku.“

Hér eru 10 ráð Indíönu fyrir betri svefn sem finna má í bókinni Fjarþjálfun.

Góð ráð fyrir betri svefn:

1. Hreyfðu þig reglulega.
2. Ekki taka erfiða æfingu of nálægt svefntíma. Þá getur líkamshitinn verið of hár til að líkaminn nái að slökkva á sér.
3. Borðaðu reglulega og veldu næringarríka fæðu.
4. Forðastu að borða þunga máltíð stuttu fyrir svefn.
5. Mjög takmarkað eða ekkert koffín átta tímum fyrir svefn.
6. Ekkert áfengi þremur tímum fyrir svefn.
7. Stilltu snjalltækin á næturstillingu á kvöldin. Best er að slökkva alveg á tækjunum og þar með útiloka áreitið sem þeim fylgir.
8. Haltu rútínu. Farðu að sofa og vaknaðu á svipuðum tíma alla daga, líka um helgar. Þá lærir líkaminn inn á það hvenær hann á að vera sofandi og hvenær ekki. 
9. Magnesíum í duft- eða töfluformi getur hjálpað þér að slaka á.
10. Mataræði hefur áhrif. Borðaðu magnesíumríka fæðu eins og grænt grænmeti, fræ, hnetur, baunir og ávexti. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál