„Hugleiðsla hefur breytt lífi mínu“

Thelma starfar sem jógakennari og segir lífið betra með jóga.
Thelma starfar sem jógakennari og segir lífið betra með jóga.

Aðdáendur morgunleikfiminnar á Rás 1 munu fá tækifæri til að breyta til í janúarmánuði á á þessu ári, þar sem Thelma Björk mun leiða morgunhugleiðslu og minna fólk m.a. á nauðsyn þess að hvíla í stundinni og anda. Thelma sem er fatahönnuður að mennt en auk þess menntuð sem jógakennari segir að lífið fyrir og eftir jóga sé algjörlega svart og hvítt. Hún segist fóðra heilann með lambabeinasoði og gefur góð ráð til að vinna á móti stressinu í dag. 

Hvað gerir þú í dag auk morgunhugleiðslunnar?

„Ég vinn í Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík þar sem ég kenni  jóga, handverk og flot. Síðan hef ég leitt hugleiðslu á hverjum miðvikudagsmorgni á kaffihúsinu í Systrasamlaginu. Eins hef ég kennt eldri borgurum jóga og hugleiðslu í Jógasetrinu.“ 

Thelma kennir börnum Hjallastefnunnar jóga.
Thelma kennir börnum Hjallastefnunnar jóga.

Hvað hefur jóga gert fyrir þig?

„Jóga og hugleiðsla hefur breytt lífi mínu í alla staði. Það hefur gefið mér innri frið, sjálfstraust, kjark og úthald til að stíga inn í draumana mína og að trúa á sjálfa mig. Ég hef náð að næra allt það bjarta og góða í mér og sjá það í öðrum, auk þess sem ég upplifi aukinn kjark og úthald til að takast á við þær áskoranir sem ég mæti í lífinu. Umfram allt hef ég öðlast traust til lífsins í gegnum jógaiðkunina mína. Ég treysti því að lífið færi mér allt sem ég þarf og allt sem ég vil.“

Er hægt að nota jóga alls staðar 

„Ég held að þörfin fyrir jóga og meðvitaða öndun hafi aldrei verið meiri en í dag. Við lifum á tímum sem einkennast af hraða, streitu og álagi. Og því mikilvægt að gefa sér tíma til að draga djúpt inn andann og gefa sér leyfi til að slaka. Að finna að kyrrðin er innra með okkur. Koma heim til okkar og vera til staðar fyrir okkur sjálf. Leggja inn á okkur eins og ég segi svo oft.“

Hvert er markmið morgunhugleiðslunnar?

„Aðalmarkmiðið morgunhugleiðslunnar er að hugleiðsla verði hluti af daglegu lífi fólksins.

Með hugleiðslustundum á Rás 1 byggjum við aðlaðandi og fölbreyttara samfélag. Í gegnum samveru, slökun og upplifun tengjumst við sjálfum okkur og öðrum. Við getum leyft okkur að gleyma erli hversdagsins um stund.

Líkt og morgunleikfimin þá er hugleiðslan andleg leikfimi og skemmtileg tilbreyting frá hinni frábæru morgunleikfimi Rásar 1. Morgunhugleiðslan verður á dagskrá alla virka daga í janúar frá kl. 9:45 til 10:00. Leiddar verða mismunandi hugleiðslur og öndunaræfingar hverju sinni.“

Fyrir hvern verður þetta?

„Hugleiðsla hentar öllum, það eina þú þarft er að vilja er að vera til staðar fyrir þig og svo er bara að setjast niður með sjálfum sér og fylgja leiðbeiningum mínum. Morgunhugleiðslan er fyrir alla, óháð aldri, kyni og trúarbrögðum. Ég hef í gegnum árin verið að kenna fólki á öllum aldri, það er alveg sama hvort þú ert 6 ára eða 67 ára. Það geta allir hugleitt eina sem þú þarft að kunna er að anda.

Ef getur andað getur þú hugleitt, þetta snýst allt um öndunina.“

Getur þú útskýrt lífið fyrir og eftir jóga?

„Fyrir jóga klæddist ég svörtu, eftir jóga klæðist ég hvítu eða litum.“

Slökun í Borg er verkefni sem Thelma leiddi, þar sem …
Slökun í Borg er verkefni sem Thelma leiddi, þar sem hún ferðaðist í eitt ár um Reykjavíkurborg og hugleiddi með alls konar hópum í samfélaginu. Þessi ljósmynd er tekin í Bergson úti á Granda. mbl.is/Áslaug Snorradóttir

Hvaða drykk mælir þú með?

„Ef ég ætti að mæla með einhverjum drykk þá myndi ég mæla með lambabeinasoðinu frá Bown & Marrow sem er íslenskt fyrirtæki. Það er stútfullt af kollageni og öðrum vítamínum sem nýbökuð móðir þarf á að halda. Ég er mikið búin að vera að drekka lambabeinasoðið þeirra og mæli með Turmerik Ghee-vörunum þeirra. Ég finn hvað drykkurinn gerir mikið fyrir mig. Þetta er heilafóðrið mitt!“

Hvað mælir þú með að fólk hugleiði oft og lengi á dag?

„Það eru engar reglur um slíkt, en ég persónulega hugleiði einu sinni á dag í 11 mínútur. Með 11 mínútna hugleiðslu hef ég áhrif á taugarnar og innkirtlakerfið.“

Hvað er bresta ráð sem þú getur gefið fólki?

„Að við séum góð við okkur sjálf. Hættum að bera okkur saman við aðra. Leyfum okkur að fara inn í þetta töfraár í mýkt og kærleik og munum að anda.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál