Stressaðir verði gráhærðir fyrr

George Clooney er gráhærður.
George Clooney er gráhærður. AFP

Ef það er ekki ósk fólks að verða gráhært er eins gott að það byrji að slaka á. Vísindamenn hafa komist að því að stress gerir fólk gráhært fyrr að því er fram kemur í erlendum miðlum á borð við The New York Times. Hárið breytir ekki um lit en hárvöxtur grárra hára eykst við stress.

Ekki er um algjörlega nýja uppgötvun að ræða en nú hafa vísindamenn komist að hvað á sér stað líffræðilega þegar stress verður til þess að grá hár myndast snemma á lífsleiðinni. Vísindamenn við Harvard-háskóla notuðu mýs við rannsóknina. Það hefur lengi verið vitað að stress hefur slæm áhrif á heilsuna en með þessari rannsókn er sýnt fram á hvernig ferlið fer fram. Er það von vísindamannanna að rannsóknin hjálpi til við að sýna fram á hvaða áhrif stress hefur á aðra vefi líkamans og líffæri. 

Aðrar rannsóknir hafa sýnt fram á að stress er ekki það eina sem skiptir máli. Gen og mataræði skipta einnig máli þegar grá hár eru annars vegar. 

Meryl Streep gráhærð.
Meryl Streep gráhærð. AFP
mbl.is