Svona leysir almenningur vandann

Kórónuveiran er ofarlega á baugi í samfélaginu í dag. Sitt …
Kórónuveiran er ofarlega á baugi í samfélaginu í dag. Sitt sýnist hverjum um bestu lausn vandans. mbl.is/Colourbox

Það er áhugavert að fylgjast með almenningi á samfélagsmiðlum í dag enda er kórónuveiran eins sú mesta vá sem þjóðin hefur staðið andspænis í áratugi.

Samfélagsmiðlar gefa öllum tækifæri á að hafa rödd enda mikilvægt að fólk fái að tjá sig í aðstæðum sem þessum. Margir segja erfitt að átta sig á réttum viðbrögðum þó að framtíðin muni án efa varpa sönnu ljósi á leiðirnar sem hafa verið farnar í dag. 

Það er mikilvægt að allir hafi rödd í samfélaginu, enda geta góðar hugmyndir fæðst hjá almenningi. 

Hér eru nokkrar áhugaverðar leiðir sem almenningur stingur upp á að fara:

„ATH‼️ Köllum eftir sprotafyrirtækjum á sviði heilbrigðistækni (HealthTech) og kennslutækni (EdTech) með lausnir sem geta stutt heilbrigðis- og menntakerfið á tímum Covid-19. Ábendingar sérfræðinga og heilbrigðisstarfsmanna varðandi helstu áskoranir sem leysa þarf einnig vel þegnar.

Við viljum leggja okkar lóð á vogarskálarnar og fullvissa okkur um að allar mögulegar lausnir sem eru í boði og geta létt á heilbrigðiskerfinu og stutt við menntakerfið á þessum tímum séu aðgengilegar. Skráning hér. Nánari upplýsingar hér.“

Salóme Guðmundsdóttir

„Ég spurði Axel James hvort eitthvað væri búið að tala um kórónuveiruna í skólanum... Hann sagði já og að maður ætti að borða mikið af nammi til að sleppa við hana.“

Brynja H. Wright

„Hugmynd: Væri ekki ráð til að minnka bæði smitáhrif og efnahagsleg áhrif að við færum páskana fram um nokkrar vikur og höfum það næs með fjölskyldunni yfir góðum mat, sjónvarpinu og spilum í góðu páskafríi. Þá líka ættum við að komast fyrr af stað aftur.“ 

Valdimar Svavarsson

„Nú er töluverður fjöldi lækna og hjúkrunarfólks í sóttkví heima hjá sér. Vonandi allir með fulla heilsu og starfsgetu. Á sama tíma er mikið álag á síma 1700. Hef heyrt að biðin sé löng eftir svari og í sjónvarpsfrétt sást nýlega að 39 manns voru á bið.

Ég velti því fyrir mér hvort mætti virkja hjúkrunarfræðinga og lækna sem nú eru í sóttkví til að taka nokkur símtöl fyrir 1700 þegar biðin er svona löng?“

Frosti Sigurjónsson

„Elsku Magga Stína, ég get ekki betur séð en það sé borgaraleg skylda okkar að hefja morgunútsendingar að nýju fyrir þá sem eru í samkomubanni og sóttkví. Getum fengið til okkar einn og einn gest sem þú kennir handþvott.“

Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir

„Þið sem standið í fjáröflun fyrir börnin ykkar með klósettpappír, fisk, rækjur, nammi og þrifavörur og lofið heimsendingu.

Ykkar tími er núna!!!!“

Margrét Gauja Magnúsdóttir

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál