Borðar ekkert í 18 tíma á sólarhring

Kumail Nanjiani hefur sjaldan verið í betra formi.
Kumail Nanjiani hefur sjaldan verið í betra formi. AFP

Leikarinn Kumail Nanjiani þurfti að koma sér í form fyrir ofurhetjumyndina The Etnerals. Hann fór að hreyfa sig meira auk þess sem hann tók mataræðið föstum tökum. Þegar hann er ekki í tökum fastar hann hluta dags að því er fram kemur á vef Men's Health. 

Nanjiani leikur á móti stjörnum á borð við Angelinu Jolie, Richard Madden og Sölmu Hayek í ofurhetjumyndinni. Hann segir að hann hefði líklega ekki ákveðið að koma sér í eins gott form og hann gerði ef hann hefði vitað hversu erfitt það yrði. Hann ætlar nú að reyna að halda sér í þessu góða formi enda aldrei liðið betur. 

Ef Nanjiani borðar morgunmat eins og þegar hann er í tökum verður egg og glútenlaust brauð yfirleitt fyrir valinu. Annars kýs hann að fasta. Hann fastar í 18 tíma og borðar svo aðeins í sex tíma á dag. Hann hefur einnig prófað að fasta í 24 tíma þegar stór máltíð er í vændum. Segir hann erfiðast að standast brauðið í brauðkörfunni fyrir matinn eftir að hafa sneitt hjá mat í heilan sólarhring.

Leikarinn varð ekki bara sterkari heldur leið honum betur. 

„Ég hef aldrei verið rólegri en eftir að ég byrjaði að æfa. Svefninn er betri, ég finn ekki fyrir jafnmiklum kvíða, ég er með meiri orku. Hvatningin er heilsa, mér líður eins og ég hafi ekki verið jafn hraustur í 20 ár.“

Kumail Nanjiani.
Kumail Nanjiani. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál