Byrjaði að stunda súludans 69 ára

Susan Skinner segir súludans hafa breytt lífi sínu.
Susan Skinner segir súludans hafa breytt lífi sínu. skjáskot/Instagram

Hin bandaríska Susan Skinner er í hörkuformi enda stundar hún súludans af kappi. Skinner var þó nokkru eldri en flestallir í fyrsta tímanum. Hún var orðin 69 ára þegar hún prófaði þessa erfiðu listgrein fyrst að því er fram kemur í viðtali við hana á vef Shape.

Skinner, sem er nú orðin sjötug, segist hafa viljað styrkja sig og auka hreyfigetu þegar hún rakst á grein um súludans. „Ég hugsaði með mér að súludans gæti hjálpað, að minnsta kosti verið áhugaverð upplifun,“ segir Skinner sem byrjaði á því að kaupa fimm tíma. 

Skinner segir að það hafi vottað fyrir hræðslu hjá henni þegar hún mætti í fyrsta tímann. Það hjálpaði ekki til að allir aðrir iðkendur voru á þrítugsaldri. Hún ákvað þó að láta bara vaða og varð háð hreyfingunni strax frá byrjun.

Hún fór á fleiri og fleiri námskeið og mætti í tíma á hverjum degi og marga tíma á dag um helgar þangað til kórónuveiran setti strik í reikninginn. Hún æfir ekki bara listir á súlu heldur hefur líka prófað sig áfram með silki og hringi. 

Skinner, sem er fasteignasali, hefur ekki mikla reynslu af sviði en kom þó fram og sýndi list sína í desember. Hún segir að iðkunin hafi bæði gjörbreytt líkamlegu atgervi sínu sem og hug sínum. Hún segir vera orðin sterkari auk þess sem nýja áhugamálinu fylgi meira sjálfstraust sem hjálpar henni á æfingum sem og í fasteignabransanum.

View this post on Instagram

Climbing the pole at Body and Pole aerial dance studio.

A post shared by Susan Skinner (@susandavisskinner) on Nov 22, 2019 at 7:18am PST

View this post on Instagram

My newest hobby at Aerial Dance retreat. Happy Holidays! #bodyandpole #aerialdance #livingmybestlife

A post shared by Susan Skinner (@susandavisskinner) on Nov 30, 2019 at 6:05am PST
mbl.is