74 ára og hoppandi fersk á trampólíninu

Goldie Hawn er 74 ára.
Goldie Hawn er 74 ára. Mike Windle

Leikkonan Goldie Hawn veigrar sér ekki við að fara ótroðnar slóðir í líkamsrækt. Hawn sýndi á dögunum nýjasta uppátækið sitt, þar sem hún skellti sér á trampólínið og hoppaði og skoppaði. 

Trampólín eru vinsæl æfingatæki í líkamsræktarstöðvum vestanhafs og margar stjörnur sem skella sér reglulega á trampólínið, þar á meðal leikkonan Busy Philipps. 

Eins og Hawn sýnir í myndbandinu er trampólín ekki bara góð leið til að svitna og taka á því heldur einstaklega skemmtileg æfingatæki þar sem má dansa, syngja og snúa sér eins og maður vill.

Hoppandi fersk á trampólíninu.
Hoppandi fersk á trampólíninu. Skjáskot/Instagram
mbl.is