Kokkur Naomi Campbell leysir frá skjóðunni

Naomi Campbell.
Naomi Campbell. AFP

Flestar fyrirsætur hugsa vel um mataræðið og kannski hugsa sumar aðeins of mikið um það. Eins og margar stjörnur er hin fimmtuga ofurfyrirsæta Naomi Campbell á sérfæði en þarf lítið að hugsa um mat dagsdaglega þar sem hún er með einkakokk. Kokkurinn Sean John talaði um mataræði Campbell í viðtali við Page Six. 

„Ég hef eldað fyrir hana í yfir tíu ár. Hún er með sinn eigin mat heima en ég undirbý eina góða máltíð á dag og hún er mjög hrein og mjög holl,“ sagði John sem segir Campbell borða hreinan grænmetismat. 

Mjólkurvörur, kjúklingur og glúten er meðal þess sem er á bannlista Campbell. Ofurfyrirsætan borðar heldur ekki flugvélamat og þegar hún fer í ferðalög undirbýr kokkurinn John fyrir hana nesti fyrir flugferðina. 

John er með veitingastað í London en Campbell fær þó ekki mat af matseðlinum. John sem er frá Jamaíka segir að stjarnan biðji hann um að búa eitthvað til fyrir sig og tekur Campbell sérstaklega fram að hún vilji fá eitthvað sem ekki er á matseðlinum. 

„Hún þarf bragð. Þú getur ekki bara saltað og piprað. Ég geri það hvort sem er ekki, en hún veit það. Það verða að vera krydd og jurtir,“ sagði kokkurinn. 

Naomi Campbell.
Naomi Campbell. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál