Gerði 500 armbeygjur á dag fyrir hlutverk

Mark Ruffalo.
Mark Ruffalo. AFP

Leikarinn Mark Ruffalo gerði 500 armbeygjur á dag og borðaði aðeins 1000 hitaeiningar til að koma sér í form fyrir hlutverk í þáttaseríunni I Know This Much Is True. 

„Það mætti segja að hann hafi alltaf verið smá svangreiður (e. hangry),“ sagði Derek Cianfrance höfundur og leikstjóri þáttanna í viðtali við The Wrap. Ruffalo þurfti að léttast um 9 kíló fyrir hlutverkið og fór þá leið að borða aðeins 1000 hitaeiningar á dag. 

„Hann borðaði eina eggjahvítu í morgunmat og var svo bara glorsoltinn. Hann mátti ekki borða í 3 tíma eftir það og það eina sem hann mátti borða var próteinstykki með 120 hitaeiningum eða eitthvað, af því hann var á svo ströngu mataræði,“ sagði Cianfrance. 

I Know This Much Is True fjallar um tvíburabræður, Dominick og Thomas, og fer Ruffalo með hlutverk þeirra beggja. Persónur tvíburanna eru gjörólíkar og það er líka líkamlegt atgervi þeirra. 

Til að leika Dominick þurfti Ruffalo að bæta rúmum 13 kílóum á sig. Hann lék hann í tökum í 15 vikur. Síðan þurfti hann að létta sig hratt til að fara með hlutverk Thomas. 

„Við vildum ekki hafa það þannig að ég setti á mig hárkollu og lék í sama atriðinu á sama degi. Þannig við tókum 6 vikna hlé til að aðskilja þessa tvo menn alveg,“ sagði Ruffalo í viðtali. 

Ruffalo í hlutverki Dominick.
Ruffalo í hlutverki Dominick. skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál