Sofa ekki í sama rúmi vegna heilsunnar

Carson Daly og Siri Pinter sofa ekki í sama rúmi.
Carson Daly og Siri Pinter sofa ekki í sama rúmi. MARK RALSTON

Spjallþáttastjórnandinn Carson Daly og eiginkona hans Siri ákváðu á síðasta ári að hætta að sofa í sama rúmi og sama herbergi. Carson er með kæfisvefn og hrýtur því stanslaust yfir nóttina. Eiginkona hans gekk á þeim tíma með þeirra fjórða barn og gat ekkert sofið fyrir eiginmanni sínum og óléttunni. 

„Við erum bæði meðalmanneskjur að stærð og þetta bara virkaði ekki. Hún komst aldrei í þægilega stöðu og við vorum eins og auglýsingar sem maður sér af fólk snúa sér og sparka í hvort annað og sváfum bara ekkert,“ sagði Carson í viðtali við People

Þau ákváðu því að gera eitthvað í sínum málum. „Við bara vöknuðum og tókumst í hendur og sögðum „Ég elska þig en við þurfum að skilja í svefni. Það er það besta í stöðunni fyrir okkur“,“ sagði Carson. 

Carson sagði að þau hafi einnig verið nýbúin að vera í framkvæmdum og fara yfir í aðeins minna rúm sem gerði stöðuna enn verri. Í dag sofa þau ekki enn í sama rúmi þrátt fyrir að fjórða barnið sé komið í heiminn og sofi inni hjá mömmu sinni. 

„Ég sef ekki með þeim af ásettu ráði, því ég vil ekki vekja þær klukkan þrjú að nóttu. Við erum enn skilin í svefni en af annarri ástæðu,“ sagði spjallþáttastjórnandinn sem fer svona snemma á fætur til að drífa sig í tökur fyrir Today-spjallþáttinn. 

Carson Daly og Siri eiga fjögur börn saman.
Carson Daly og Siri eiga fjögur börn saman. skjáskot/Instagram
mbl.is