Kate Upton massaði sig upp í heimsfaraldrinum

Kate Upton getur lyft 92 kílóum 12 sinnum í mjaðmalyftu.
Kate Upton getur lyft 92 kílóum 12 sinnum í mjaðmalyftu. AFP

Fyrirsætan og leikkonan Kate Upton hefur nýtt tímann vel á meðan heimsfaraldurinn geisar. Þjálfarinn hennar, Ben Bruno, hefur verið duglegur að deila myndum og myndböndum af Upton lyfta í ræktinni. 

Nýlega sló Upton persónulegt met þegar hún lyfti 92 kílóum í mjaðmalyftu tólf sinnum í röð. „Hún stoppar í efstu stöðu í hverri endurtekningu, sem gerir þetta mun erfiðara, en skilar henni líka meiri árangri,“ skrifaði Bruno undir myndbandið af Upton að slá metið. 

Upton stoppar ekki bara í efstu stöðu í hverri endurtekningu heldur er hún líka með litla teygju um hnén, sem gerir æfinguna mun erfiðari. 

„Kate hefur skilað gríðarlega góðri vinnu. Hún hefur verið mjög dugleg í heimsfaraldrinum og er orðin mjög sterk. Við alla þá sem segja að konur verði fyrirferðarmiklar við það að lyfta veit ég ekki hvað ég á að segja. Mjaðmalyfturnar hennar eru upp á 10,“ sagði Bruno. 

Mjaðmalyftur eru góð æfing til að byggja upp styrk í rass- og lærvöðvunum. Bruno gaf fylgjendum sínum nokkur ráð til að ná jafn góðum árangri og Upton hefur náð. 

„Stoppaðu í efstu stöðu til að tryggja að þú stjórnir hreyfingunni og ekki vera með of þung lóð. Þá muntu líka finna betur fyrir rassvöðvunum. Haltu kviðnum spenntum eins og þú sért að fara að gera kviðæfingu. Með því passarðu upp á að þú beygir hrygginn ekki of mikið og það hjálpar þér að halda réttum halla á mjöðmunum. Þannig seturðu allt álagið á rassvöðvana og passar upp á að það fari ekki yfir á mjóbakið. Það hjálpar líka að horfa beint áfram en ekki upp í loft.“

View this post on Instagram

Okkkkk @kateupton, new personal record for hip thrusts—205 pounds for 12 reps. She pauses each rep for a second at the top too, which makes it much harder, but also makes it more effective. Seriously impressive work. Kate has been working her ass off during this quarantine, and she’s getting really strong. I love it. To the people who still say that lifting weights will make women bulky, well, I don’t know what to tell you. Her hip thrust form is spot-on, so I just want to highlight a few coaching points if you want to do this exercise on your own. *** - Pause each rep for a second at the top. This ensures that you’re controlling the weight and not going too heavy, and you’ll also feel it more in your butt. *** - Engage your core as if your doing a mini crunch. This helps to ensure that you don’t overarch your back and helps encourage a slight posterior pelvic tilt, which puts maximal stress on the glutes and also protects the lower back. Along these lines, it helps to look straight ahead rather than up at the ceiling. *** -Use a full range of motion. Between each rep you should come all the way down so you’re almost sitting on the floor. No half-repping. *** - Placing a mini-band around the knees is optional, but for people who have a tendency to go into valgus (knees caving in), it’s a good reminder to keep the knees pressed out. And anecdotally, a lot of people feel it more in their glutes doing it this way. Your call, but definitely try it.

A post shared by Ben Bruno (@benbrunotraining) on Jul 23, 2020 at 9:23am PDT

mbl.is