Faðir Gunnars Nelson er alltaf ein taugahrúga fyrir bardaga

Gunnar Nelson
Gunnar Nelson Ljósmynd/UFC

Feðgarnir Gunnar og Haraldur Nelson eru nýjustu gestirnir í hlaðvarpi Sölva Tryggvasonar. Þar fara þeir feðgar yfir ferilinn hjá Gunna, samskiptin við Conor McGregor og margt fleira. Haraldur, pabbi Gunna, segist hafa þurft að skrifa bréf til írskra yfirvalda svo McGregor gæti komið til Íslands að æfa

„Ég skrifaði bréf til að fá hann hingað heim. Ég  þurfti að skrifa bréf út til Írlands til að færa rök fyrir því að hann væri ofboðslega efnilegur íþróttamaður, svo hann fengi leyfi til að fara úr landi af því hann var á félagslegum bótum.“

Gunnar og McGregor eru í mjög reglulegu sambandi og segir sá fyrrnefndi að sá írski virki í góðu standi núna og æfi sem aldrei fyrr. Hann var í sambandi við McGregor áður en hann fór til New York fyrir tveimur árum, þar sem hann endaði fyrir dómi eftir að hafa ráðist á rútu með bardagamönnum frá UFC.

„Ég man eftir þessu þegar þeir voru að fara í þetta „mission“, ekki það að ég var aldrei að fara að taka þátt í þessu … við erum búnir að þekkjast síðan við vorum 18 ára og hann veit að ég myndi aldrei taka þátt í neinu svona. Hann getur verið rosalega hvatvís og tekið ákvarðanir sem hann sér svo hrikalega eftir,“ segir Gunnar, sem bætir við að McGregor sé hrikalega skemmtilegur, þó að hann geti verið alveg stjórnlaus.

Í viðtalinu ræða þeir feðgar við Sölva um líðanina áður en bardagar byrja.

Haraldur segist yfirleitt vera taugahrúga rétt áður en Gunnar fer inn í búrið fyrir bardaga, en það lagist svo um leið og bardaginn byrjar.

„Ég er náttúrlega alltaf á barmi taugaáfalls þarna á hliðarlínunni. Ég er miklu stressaðri en hann. Auðvitað er þetta barnið mitt og ég viðurkenni það fúslega að ég er mjög taugatrekktur fyrir bardaga. En svo er það þannig þegar bardaginn byrjar að þá er maður svo mikið inni í búrinu með honum að það dregur úr stressinu.“

Í viðtalinu fer Sölvi yfir það með feðgunum hvernig öll þessi vegferð í UFC hefur verið, hæðirnar, lægðirnar, sambandið við Conor McGregor og margt margt fleira

 

Gunnar Nelson og Haraldur Dean Nelson.
Gunnar Nelson og Haraldur Dean Nelson. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál