Guðmundur Ingi Þóroddsson léttist um 50 kíló

Guðmundur Ingi Þóroddsson formaður Afstöðu, félags fanga, losnaði á dögunum úr fangelsi eftir að hafa afplánað þungan dóm. Hann fitnaði mikið í fangelsinu því hann hreyfði sig lítið og borðaði of mikið af sælgæti og gosi.

Fyrir ári var hann orðinn 156 kíló og ákvað að gera eitthvað í sínum málum. Fram að þeim tíma hafði hann reynt að taka sig á og borða minna en það skilaði ekki árangri. Hann fór í magaermi fyrir ári sem hefur gert það að verkum að hann er í dag um 50 kílóum léttari. Hann segir að líf hans hafi tekið stökkbreytingum eftir að hann grenntist. Aðgerðin gerir það að verkum að hann hefur minna pláss fyrir mat en hún slekkur þó ekki á löngun í sætindi og mat.

„Það hverfur engin löngun og ég fæ mér alveg sælgæti. Maður þarf að taka til í hausnum á sér. Maður borðar ofboðslega lítið því maður er með 20% maga. Það tekur tíma að læra það. Ef þú borðar of mikið þarftu að æla. Ég hef bara borðað það sem ég borðaði áður en bara í minna magni,“ segir Guðmundur. 

„Ég var orðinn 156 kíló og var kominn með stanslausan hósta og var mikið að taka parkódín forte.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál