Ástæða til að sleppa „burpees“

Charlee Atkins mæli ekki endilega með því að gera burpee.
Charlee Atkins mæli ekki endilega með því að gera burpee. skjáskot/Instagram

Ein vinsælasta æfing í heimi í dag er „burpees“. Þó eru ekki allir sammála um ágæti hennar og eru til þjálfarar sem telja að æfingin ætti ekki að vera hluti af æfingaprógrammi meðaljónsins.

Þjálfarinn Charlee Atkins telur æfinguna notaða í allt öðrum tilgangi en hún var upphaflega hugsuð að því er fram kemur á vef Men's Health. Royal H. Burpee bjó til æfinguna sem hluta af doktorsverkefni sínu á fjórða áratug síðustu aldar. Markmið æfingarinnar var að prófa líkamlega getu fólks í góðu formi. Í dag eru hins vegar íþróttaiðkendur á öllum getustigum hvattir til að framkvæma æfinguna. 

Leiðbeiningar fyrir burpee.
Leiðbeiningar fyrir burpee. mbl.is/Thinkstockphotos

Að keyra sig út jafngildir góðri æfingu að margra mati. Öfgafull æfing eins og margar endurtekningar af „burpees“ getur vissulega hentað einhverjum. Slík æfing getur þó verið hættuleg fyrir aðra og fólk líklegt til beita líkamanum vitlaust. Atkins segir mikilvægt að æfa sprengikraft en um leið fara rólega. Í staðinn fyrir að gera „burpess“ bendir hún fólki á að hoppa út í planka og standa upp á milli, hoppa úr hnébeygju, sparka í gegn, gera skautahopp og armbeygjur.

Hér fyrir neðan má sjá Atkins framkvæma æfingarnar fimm sem geta komið í staðinn fyrir „burpees“-endurtekningar. Gott er að gera tíu endurtekningar af hverri æfingu. 

View this post on Instagram

Favorite workout clothing brands ▶️ Ready Sweat Go 👇 👇👇

A post shared by Charlee Atkins, CSCS (@charleeatkins) on Jul 29, 2020 at 6:43am PDTmbl.is