Heilsubrestir kóngafólksins

Díana prinsessa barðist við fæðingarþunglyndi.
Díana prinsessa barðist við fæðingarþunglyndi. mbl

Lífið er ekki alltaf dans á rósum og það á ekki síður við um kóngafólkið sem oft þarf að glíma við meira en bara þung höfuðdjásn. 

Díana prinsessa

Díana prinsessa glímdi við alvarlegt fæðingarþunglyndi eftir fæðingu Harrys prins. „Ég barðist við mikið fæðingarþunglyndi sem er nokkuð sem enginn ræðir um. Maður þurfti að lesa sér til um það eftir á og það var í sjálfu sér mjög erfitt. Maður vaknaði á morgnana og vildi ekki fara fram úr. Manni leið eins og enginn skildi mann og maður var bara mjög langt niðri. Þetta kom mjög á óvart þar sem ég hafði aldrei upplifað þunglyndi áður,“ sagði Díana í viðtali árið 1995.

Diana prinsessa með drengina tvo, Harry og Vilhjálm.
Diana prinsessa með drengina tvo, Harry og Vilhjálm. AFP

Harry Prins

Harry prins sagðist hafa verið mjög hætt kominn andlega eftir fráfall móður sinnar. „Ég get sagt með þó nokkurri vissu að það að missa mömmu mína tólf ára og hafa lokað á tilfinningar mínar í tuttugu ár þar á eftir hafði mikil áhrif á mig. Ég var við það að brotna algjörlega niður.“ Vilhjálmur bróðir hans hvatti hann til þess að leita sér hjálpar og svo fékk hann útrás með hnefaleikaæfingum.

Harry prins hefur verið opinskár um sína andlegu heilsu.
Harry prins hefur verið opinskár um sína andlegu heilsu. AFP

Mette-Marit Noregsprinsessa

Árið 2018 greindist Mette-Marit Noregsprinsessa með lungnatrefjun sem veld­ur óþarfri vefjamynd­un í lung­un­um sem leiðir af sér að það dreg­ur úr teygj­an­leika lungna­blaðranna með til­heyr­andi önd­un­ar­erfiðleik­um. Hún hefur þurft að fara sérstaklega varlega nú á tímum kórónuveirufaraldursins enda í áhættuhópi. Hún hugar vel að heilsunni, stundar líkamsrækt og borðar hollan mat til þess að halda uppi styrk.

Mette-Marit er með lungnasjúkdóm.
Mette-Marit er með lungnasjúkdóm. BRENDAN SMIALOWSKI

Jóakim Danaprins

Jóakim Danaprins gekkst undir aðgerð fyrr á árinu vegna blóðtappa í heila. Aðgerðin gekk vel og líðan hans er eftir atvikum. Hann er nýfarinn að sinna aftur skyldustörfum sínum í danska sendiráðinu í Frakklandi.

Jóakim fékk blóðtappa í heilann fyrr á árinu.
Jóakim fékk blóðtappa í heilann fyrr á árinu. AFP

Daníel Svíaprins

Daníel Svíaprins fæddist með nýrnasjúkdóm og þurfti að fara í nýrnaígræðslu árið 2009. Það var faðir hans sem gaf honum nýra.

Daníel Svíaprins fór í nýrnaígræðslu.
Daníel Svíaprins fór í nýrnaígræðslu. FABRIZIO BENSCH

Eugenie prinsessa

Eugenie prinsessa fæddist með hryggskekkju og þurfti að fara í umfangsmikla aðgerð til þess að lagfæra hana þegar hún var tólf ára gömul. Eugenie hefur verið dugleg að vekja athygli á þessum málstað og sýndi stolt örið sitt á sjálfan brúðkaupsdaginn.

Eugenie prinsessa sýndi örið sitt með stolti þegar hún gifti …
Eugenie prinsessa sýndi örið sitt með stolti þegar hún gifti sig. AFP

Lafði Louise 

Lafði Louise dóttir Játvarðar prins og Sophie hertogaynju af Wessex fæddist með augnkvillann esótrópíu sem lýsir sér þannig að bæði augun snúa inn á við. Hún hefur þurft að fara í fjölmargar aðgerðir til þess að reyna að lagfæra kvillann. 

Sophie hertogynja af Wessex átti lífshættulega meðgöngu og barn þeirra …
Sophie hertogynja af Wessex átti lífshættulega meðgöngu og barn þeirra fæddist langt fyrir tímann og með augnkvilla.

Viktoría krónprinsessa 

Viktoría krónprinsessa Svíþjóðar barðist við átröskun þegar hún var yngri. „Þetta var erfiður tími. Ég þurfti að hætta að gera svona miklar kröfur til mín. Ég þurfti tíma til þess að ná áttum og kynnast sjálfri mér. Þekkja mín mörk,“ sagði prinsessan í viðtali 2017.

Victoría prinsessa glímdi við átröskun.
Victoría prinsessa glímdi við átröskun. AFP
mbl.is