Tíðahringurinn getur bætt hlaupin

Að skilja tíðahringinn getur haft jákvæð áhrif á líkamsræktina.
Að skilja tíðahringinn getur haft jákvæð áhrif á líkamsræktina. Unsplash.com

Konur fara að meðaltali 400-500 sinnum á túr um ævina. Þvert á hugmyndir fólks getur það að læra inn á tíðahringinn bætt hlaup kvenna.

Almennt er lítið talað um áhrif tíðahringsins og margar konur hafa mjög neikvæðar hugmyndir gagnvart honum. En um leið og maður kynnir sér hann og lærir inn á hann má nýta sér þá þekkingu til þess að auka afköst í ræktinni. Þetta segir þjálfarinn Lydia O'Donnell sem vill að konur valdeflist og læri betur á líkama sinn.

„Kvenlíkaminn er ótrúlegur og við ættum allar að læra inn á tíðahringinn okkar til þess að fá hann í lið með okkur í stað þess að vinna gegn honum,“ segir O'Donnell.

„Það eru tveir fasar í tíðahringnum. Fyrstu fjórtán dagarnir (byrjað að telja á fyrsta degi blæðinga) einkennast af lágu estrógen- og prógesterónmagni. Þarna gengur manni best að hlaupa og afköstin eru í hámarki. Sem hlaupari ættirðu að einblína á styttri og hraðari endurtekningar með lítilli hvíld. Í seinni fasanum (á degi 15-28) aukast hormónin aftur og geta leitt til fyrirtíðaspennu. Þarna ætti maður að hægja á sér og gefa líkamanum tíma til að jafna sig.“

O'Donnel mælir með því að allar konur fylgist með hvar þær eru staddar á tíðahringnum hverju sinni. Þannig megi hámarka afköst sín og vita hvar draga eigi mörkin. Það sé mikilvægt að skilja að maður tapar engu á því að taka viku í að fara hægar.

mbl.is