Ódýrasta fegrunarráðið fyrir húðina

Svefn gerir kraftaverk fyrir húðina.
Svefn gerir kraftaverk fyrir húðina. Unsplash.com/Ann Danilina

Svefnráðgjafinn Olivia Arezzolo segir að góður svefn sé lykilatriði í því að líða vel og líta vel út. Þá bendir hún á að svefn sé ódýrasta fegrunarráðið  það kostar ekki neitt að sofa! Þá telur  hún upp ástæður þess af hverju svefn sé sérstaklega góður fyrir húðina.

Svefn fær húðina til að endurnýja sig

Nýleg rannsókn leiddi í ljós að bati húðarinnar eftir sólarljós er um 30% meiri hjá þeim sem sofa vel. Þetta bendir til þess að góður svefn bæti húðina enda er það á nóttunni sem HgH (human growth hormone) er framleitt. Góður svefn stuðlar því að sléttari húð og getur spornað gegn ótímabærri öldrun. 

Svefn er bólgueyðandi

Rannsóknir benda til þess að svefnleysi veiki ónæmiskerfið og hleypi óæskilegum efnum inn í líkamann eins og til dæmis gerviefnum úr snyrtivörum og mengun úr umhverfinu og valdi bólgum og útbrotum í húðinni.

Svefn styður við kollagenframleiðslu

Kollagen er mikilvægt fyrir teygjanleika húðarinnar. Minna kollagen þýðir fleiri hrukkur. Þegar við eldumst minnkar kollagenið í líkamanum. Við getum hins vegar spornað við þessari þróun með því að leggja áherslu á svefninn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál