Fannst hún aldrei nógu grönn

Hannah Brown.
Hannah Brown. Skjáskot/Instagram

Raunveruleikastjarnan og fyrrverandi fegurðardrottningin Hannah Brown hefur lengi átt í óheilbrigðu sambandi við mat. Hún hefur verið mikið jójó hvað varðar þyngdina og mataræðið frá því hún var 15 eða 16 ára.

Brown tók þátt í The Bachelor árið 2019 og svo í Bachelorette stuttu seinna. Þegar hún var í The Bachelor segist hún bara hafa borðað nammi. Brown opnaði sig um baráttu sína við átröskun í myndbandi á YouTube. 

Þar sagðist hún hafa byrjað að bera sig saman við fyrirsætur í tímaritum frá unga aldri. Þá hefur hún alltaf verið með sterkbyggð læri og að það hafi verið erfitt fyrir hana að sætta sig að hún væri ekki með bil á milli læranna. 

Þegar hún var í framhaldsskóla fór hún að taka þátt í fegurðarsamkeppnum og þá byrjaði hún að eiga í óheilbrigðu sambandi við mat. „Ég missti svona 7 kíló á einum mánuði,“ sagði Brown og bætti við að hún hefði bara borðað kjúkling, egg og grænar baunir. „Ég var með sýnilega kviðvöðva í fyrsta skipti. Lærin mín voru enn stór, mér leið stór. Ég var svo svöng,“ sagði Brown. 

Þegar keppninni lauk ætti hún aftur á sig. Hún segist hafa fundið fyrir miklum kvíða og þunglyndi á þessum tíma. Þar fyrir utan gekk hún í gegnum sambandsslit. 

Hannah Brown hefur átt erfitt með að samþykkja líkama sinn …
Hannah Brown hefur átt erfitt með að samþykkja líkama sinn eins og hann er. Skjáskot/Instagram

Brown grenntist mikið þegar hún tók þátt í Ungfrú Alabama, sem hún sigraði. Hún segist ekki muna hvernig hún varð svona grönn. „Það eina sem ég gerði var að lenda í ástarsorg. Ég mundi ekki eftir að borða. Ég var leið. Ég borðaði ekki nóg. Ég man eftir því að hafa unnið og því fylgdu svo margar tilfinningar,“ sagði Brown. 

Hún hræddist það mjög að þyngjast aftur og þegar hún tók þátt í raunveruleikaþáttunum fannst henni hún ekki vera nógu grönn miðað við hinar stelpurnar. 

„Mér fannst ég einskis virði í gegnum allt þetta. Ég á mjög erfitt með að sætta mig við hvernig ég lít út í dag,“ sagði Brown og bætti við að hún væri að vinna í sjálfri sér. 

„Betri útgáfan mér, og betra þýðir ekki alltaf minni og minni.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál