Dularfullir marblettir fyrirsætu útskýrðir

Margir furðuðu sig á marblettum Ashley Graham.
Margir furðuðu sig á marblettum Ashley Graham. Skjáskot/Instagram

Fyrirsætan Ashley Graham birti á dögunum mynd af sér þar sem má sjá að brjóstbak hennar og herðar eru marin og blá. Margir hafa furðað sig á myndinni og velt því fyrir sér hvað geti skýrt þessa furðulegu marbletti. 

Einn aðdáandi hennar benti á að þessir marblettir væru líklegast af völdum gua sha-meðferðar. Gua sha-meðferð vinnur að því að fjarlægja eiturefni úr líkamanum og eykur blóðflæði um hann. 

Gua sha hefur verið notað í hefðbundinni kínverskri læknisfræði um aldir. Meðferðin felur í sér að steinn eða hart áhald er notað til að nudda húðina. Það veldur í einhverjum tilvikum sárum og í mörgum tilvikum marblettum líkt og Graham sýndi.

Dæmi um hvernig áhrif gua sha meðferð hefur.
Dæmi um hvernig áhrif gua sha meðferð hefur. Ljósmynd/Wikipedia.org
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál