Kostir þess að sofa nakinn

Það getur verið gott fyrir sjálfsmyndina að sofa nakinn.
Það getur verið gott fyrir sjálfsmyndina að sofa nakinn. Unsplash.com/Annie Spratt

Svo virðist sem aðeins 8% okkar sofi nakin. Lífsstílstímaritið Body+Soul tók saman fjóra helstu kosti þess að sofa allsber og svo virðist sem mikill meirihluti okkar fari á mis við margt.

1. Framleiðsla melótóníns

Framleiðsla svefnhormónsins melótóníns getur skerst vegna streitu og blás ljóss. Þá getur framleiðslan einnig skerst ef manni er of heitt. Ef maður klæðist fötum út gerviefnum hækkar það líkamshitann og hefur áhrif á gæði svefns. Að sofa í köldu umhverfi hjálpar manni að sofna. 

2. Betra fyrir kynfærin

Það að sofa í þröngum fötum út gerviefnum er afar slæmt fyrir kynfærin og eykur líkur á sveppasýkingum þar sem sveppir þrífast á heitum og rökum stöðum. Þegar sofið er án fata loftar betur um kynfærin og heilbrigðari flóra skapast.

3. Tengist líkamanum betur

Að sofa nakinn getur bætt samband þitt við eigin líkama. Að kynnast sjálfum þér án fata getur bætt sjálfsímyndina og öryggið.

4. Nánd

Ef þú ert í sambandi þá er kynlíf af hinu góða en líka öll bein snerting. Það losar um streitu og viðheldur góðu sambandi.

mbl.is