„Pabbakroppur“ Joaquins Phoenix vekur athygli

Phoenix hefur bætt vel á sig eftir að hafa þurft …
Phoenix hefur bætt vel á sig eftir að hafa þurft að skera niður fyrir hlutverk sitt sem Jókerinn AFP

Útlit óskarsverðlaunaleikarans Joaquin Phoenix er búið að breytast talsvert ef marka má myndir sem náðust af leikaranum í Montreal í Kanada þar sem hann er í tökum á kvikmyndinni Disappointment Blvd. Myndirnar eru birtar af vefmiðlinum People.

Fyrir nokkrum árum þurfti Phoenix að skera vel af sér fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Jókernum. Þar fór hann eftirminnilega með hlutverk Arthurs Flecks eða Jókersins og hlaut óskarsverðlaunin fyrir.

Fyrir gerð myndarinnar bað leikstjóri myndarinnar Todd Philips leikarann að gera sig „mjög grannan“. Því er spurning hvort pabbakroppur Phoenix sé kominn til að vera eða hvort hann hafi verið beðinn að „pabbakroppa“ sig fyrir hlutverk sitt í Disapointment Blvd. Við bíðum spennt að sjá hvort hann svo passi áfram í sömu jakkafötin.

mbl.is