Leyfið ykkur að upplifa teygjurnar

Áskorun áttunda dagsins er að nýta mótstöðuna! Hvernig þá? gætirðu spurt. Jú, með því að teygja á líkamanum. Mótstaða í líkamanum er með öðrum orðum teygjur eða sleppur eins og við í Rope Yoga-setrinu köllum þær. Áskorun dagsins snýst því um að teygja á líkamanum og skapa sér rými í leiðinni.

„Ég hvet ykkur til að velja ykkar uppáhaldsteygju (sleppu) og fara alveg fram á mörk óþæginda og unaðar. Leyfa ykkur að upplifa hvernig teygjan vinnur með líkamanum. Ef það er tregða í líkamanum þá hverfur hún ef þið gefið henni rými,“ segir Guðni Gunnarsson eigandi Rope Yoga-setursins. 

Líkaminn opinberar sig á hverjum degi og er mismunandi frá degi til dags. Einn daginn getum við auðveldlega teygt hann og togað en þann næsta er hann stirður og með mótstöðu. Notið því líkamann til að upplifa þessa mögnuðu mótstöðu, samþykkið hana og andið í gegnum hana.

„Um leið og þið veitið mótstöðunni athygli, samþykkið hana nákvæmlega eins og hún er og andið í gegnum hana gefur hún örlítið eftir og þið fáið meira rými í teygjunni. Þetta er það sama í lífinu, alla daga. Um leið og þið finnið mótstöðu eða viðnám við verkum ykkar, orðum eða hverju sem er og þið viðurkennið hinn aðilann og/eða viðnámið þá myndast ósjálfrátt rými og hinar stærstu hindranir verða að engu,“ segir hann. 

Fyrir alla sem taka þátt í áskoruninni býðst opinn hópur Rope Yoga-setursins á Facebook, einnig eru æfingar öllum til handa á heimasíðu Rope Yoga-setursins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál