„Ég kalla pirring ekkert annað en sjálfsvorkunn í umbúðum“

Hún er mögnuð áskorun dagsins, hún snýst um að veita viðnámi okkar og streitu athygli.

„Þegar við upplifum viðnám, þá er það okkar eigið viðhorf sem við erum að upplifa og ekkert annað. Við getum breytt viðhorfi okkar á hverjum tíma, við getum breytt böli í frið og blessun, hversu stórkostlegt er það?“

Streitu segir hann ekkert annað en frekju. Hún er viðnám gagnvart þeirri birtingu sem á sér stað, að við viljum hafa hlutina eða samræðurnar öðruvísi en þær eru í raun og veru. Það hafa allir rétt fyrir sér, þú og þær líka. Það felst gríðarlega mikið tækifæri í því að veita viðnámi, pirringi og streitu athygli. Það felst meðal annars í því að taka fulla ábyrgð á því að vera að streitast á móti og sleppa því.

„Ég kalla pirring ekkert annað en sjálfsvorkunn í umbúðum, hvers vegna viltu hafa hlutina eitthvað öðruvísi en þeir eru? Þú hefur tekið þátt í að skapa þig og hefur valið að vera þar sem þú ert. Taktu ábyrgð á því fyrst áður en þú ferð eitthvað annað. Hvað öðrum finnst er þeirra, ekki þitt. Óþarfi að frekjast, pirrast og stressa sig yfir að vilja ekki vera þar sem þú ert, því þú hefur sjálf/ur komið þér þangað, þetta er þitt verk.“

Fyr­ir alla sem taka þátt í áskor­un­inni býðst op­inn hóp­ur Rope Yoga-set­urs­ins á Face­book, einnig eru æf­ing­ar öll­um til handa á heimasíðu Rope Yoga-set­urs­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál