Þjálfari Bond leysir frá skjóðunni

Daniel Cragi æfði vel fyrir hlutverk sitt sem James Bond.
Daniel Cragi æfði vel fyrir hlutverk sitt sem James Bond. AFP

Einkaþjálfarinn Simon Waterson sá um að leikarinn Daniel Craig væri í toppstandi á meðan hann lék njósnara hennar hátignar, James Bond. Hér fyrir neðan er dæmi um æfingar sem Waterson lét Craig gera til þess að búa sig undir hlutverkið. 

„Þetta snýst um sprengikraft,“ segir Waterson í viðtali við Men's Health. „Fara niður, komast upp af gólfinu aftur eins hratt og á eins skilvirkan hátt og hægt er.“ 

Hér fyrir neðan er æfing í anda Bond úr smiðju Waterson. Æfingarnar reyna á lipurð, snerpu og styrk. 

Æfingahringur

Í hringnum eru fimm æfingar en hver æfing er framkvæmd í 30 sekúndur eða í nokkur skipti. Eftir það er farið beint í næstu æfingu. Tekin er 30 sekúndna hvíld á milli hringja. 

Fjallaklifur - 30 sekúndur. 

Keiluhlaup - 30 sekúndur. 

Upp í háa hnélyftu á jafnvægishring - tíu á hvorum fæti. 

Lyfta handlóðum upp fyrir höfuð - átta endurtekningar. 

Kassahopp - 30 sekúndur. 

Styrktaræfingar

Auk æfingahringsins mælti Waterson með því að gera 25 endurtekningar af fluguæfingum sem styrkja brjóstvöðva og upphandleggsvöðva. Einnig er mikilvægt að styrkja bakið með sambærilegu tæki og leggur Waterson áherslu á að gera æfingarnar hægt og yfirvegað.

Daniel Craig er í góðu formi.
Daniel Craig er í góðu formi. AFP
mbl.is