Saffran slær á nartþörfina

Guðrún Kristjánsdóttir einn af eigendum Systrasamlagsins.
Guðrún Kristjánsdóttir einn af eigendum Systrasamlagsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Vissir þú að þarf 75.000 blómstrandi saffranblóm í ½ kíló af saffrankryddi. Það kemur því ekki á óvart að saffran sé verðmætasta krydd veraldar. Saffran jurtin gefur ekki bara matnum dásamlegt bragð og lit, hún er líka mikils metin lækningajurt af ætt krókusa (Crocus sativius). Ný vísindaleg rannsókn sýnir að áhrif saffrans á svefngæði eru ótvíræð.

Ný könnun mín leiddi í ljós að kíló af eðal saffrani Íslandi kostar um 950 þúsund krónur.

SAFFRAN BÆTIR SVEFN

Skoðum nýlega tvíblinda rannsókn sem framkvæmd var 63 heilbrigðum einstaklingum sem þó höfðu átt við svefnvandamál að stríða. Hópurinn fékk ýmist 14 mg af saffrankrafti eða lyfleysu. Svefninn var mældur að mikilli nákvæmni með ýmsum mælitækjum. Niðurstöðurnar voru þær að þeir sem tóku inn saffran bættu svefn sinn svo um munaði. Kom það skýrt fram í öllum mælingum. Saffranið kom líka vel út að þvi leyti að engar aukaverkanir fylgdu. Áhrif saffrans á svefngæði eru því ótvíræð.

Prófessor og vísindamaður við Kew Garden í London, Monigue Simmonds, leiddi rannsóknarteymi, sem komst að því að í saffrani leynast afar mikilvæg efni til lækninga (crocin og safranal). Þessi efni tilheyra ætt karótenóíða, sem m.a. innihalda beta karótín. Rannsóknin dró fram í dagsljósið að þessi efni gegna mikilvægu hlutverki þegar kemur að sjón og skapsveiflum. Saffran inniheldur líka mikið af lúteni sem þegar er vitað að getur bætt sjónina. Margar vísindalegar rannsóknir styðja það.

SLÆR Á NARTÞÖRFINA

Og svo er það þyngdarstjórnunin, því einnig hefur komið fram að neysla saffrans slær á nartþörfina. Það gerist vegna þess að saffran eykur serótónín magn í heilanum. Skortur á serótóníni er sagt einkum hafa áhrif á þrennt; ótta, streitu og áráttukennda matarlyst. Með því að hafa bein áhrif á taugaefnafræðilega rót vandans er talið að saffran komi að gagni sem örugg og náttúruleg leið gegn narti. 

Það kemur því ekki á óvart að saffran hefur undanfarið verið eitt vinsælasta bætiefni Bretlands, sem hið vandaða bætiefnafyrirtæki Virdian á mikilvægan þátt í með framleiðslu gæða blöndu sem er sett saman úr saffrani og morgunfrú.

EIN TÆRASTA JURT JARÐAR

Hitt er svo annað mál að saffran á sér langa sögu sem lækningajurt í indversku lífsvísindunum. Fullyrt er að saffran komi jafnvægi á allar líkams/hugargerðirnar 3; vata, pitta og kapha, það hafi góð áhrif á húð, meltingarfæri og sé hreinsandi. Saffran er kölluð sólskinsjurtin vegna þess að hún einnig er sögð lyfta skapi.

Saffran er sannarlega ein dýrasta lækningajurtin sem notuð er í Ayurveda. En það góða við hana er að það þarf ekki mikið af henni til að ná fram góðri og mikilvægri virkni.

Saffran þykir ein sattvískasta jurt jarðar, eða ein sú tærasta. Orðið sattvic þýðir „hreinn kjarni,“ og sattvískur matur flokkast sem hreinn og yfirvegaður sem færir ró, hamingju og andlegan skýrleika. Af svokölluðu gunum, sem er ein af mikilvægustu flokkunarhugtökunum í Ayurveda, er það sem sattvísk er sagt það allra næringarríkasta og tengjast mikilli inntöku örnæringarefna.
Sattvískur hugur telst rólegur og greinandi án þess að vera dæmandi. Það eru jú órjúfanleg tengsl á milli líkama og anda í Ayurveda. Mjög eftirsóknarvert er að hafa sattvískan og skýran huga. Og gleðiefnið er það að nú hafa nútíma rannsóknir sýnt og sannað að saffran hefur einmitt afar jákvæð áhrif á hugann ekki síður en líkamann.

Enn önnur skemmtileg tíðindi af saffrani eru þau að efir nokkra mánaða þróun hefur Systrasamlagið bætt saffran latté með morgunfrú á drykkjarlista sinn. 

Heimild: https://www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed/32056539

mbl.is