Konur á pillunni minna kappsamar

Konur sem ná árangri eru kannski ekki á pillunni?
Konur sem ná árangri eru kannski ekki á pillunni? mbl.is/Colourbox

Konur sem nota að staðaldri getnaðarvarnarpillu eru ekki jafn kappsamar í kringum egglos og þær sem ekki taka inn getnaðarvarnarpillu. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn Háskólans í Melbourne. 

300 konur tóku þátt í rannsókninni og voru þær beðnar um að svara spurningum tengdum kappsemi. Þær sem voru ekki á pillunni tóku eftir mun meiri hvata til þess að ná árangri í kringum egglos en þær sem voru á pillunni. 

„Við höfum þróast þannig það koma fram sveiflur í líkamanum sem gegna ákveðnum tilgangi. Ekki getum við verið að keppa allan sólarhringinn, alla daga og þess vegna stýra hormónarnir þessum sveiflum. Stundum þurfum við að gera aðra hluti eins og til dæmis sofa og borða,“ segir Lindsie Arthur-Humle forsvarsmaður rannsóknarinnar í viðtali við The Sydney Morning Herald.

Vísindamenn hafa þá tilgátu að þessi hormónadrifni hvati til að ná árangri í kringum egglos sé til þess að hámarka líkur á að konur finni maka og fjölgi sér. 

Tekið er þó fram að rannsóknin gefi bara til kynna að munur gæti verið til staðar en ekki er hægt að alhæfa um niðurstöður. Til þess þyrfti stærra úrtak auk þess að aðrir þættir sem gætu hafa haft áhrif.

mbl.is