Sláandi hvernig lögreglan leitar að vímuefnum

Ögmundur Þorgrímsson rannsakaði vímuefnavandann í meistararitgerð sinni í félagsfræði.
Ögmundur Þorgrímsson rannsakaði vímuefnavandann í meistararitgerð sinni í félagsfræði.

Ögmundur Þorgrímsson er nýjasti viðmælandi hlaðvarpsins Sterk saman. Hann talar um rannsókn sem hann gerði í meistaranámi sínu í félagsráðgjöf. Rannsóknin nefnist Aðgerðir stjórnvalda til að hefta neyslu ólöglegra vímuefna: Áhrif þeirra á einstaklinga innan íslensks samfélags.

Rannsóknin sýnir svart á hvítu að aðgerðir yfirvalda eru ekki einungis gagnslausar heldur beinlínis skaðlegar fyrir einstaklinga og samfélagið í heild.

Ögmundur talar um sláandi niðurstöður þar sem lögreglan leitar að ólöglegum vímuefnum á einstaklingum og hvernig áhrif það hefur á þá einstaklinga, hvort sem vímuefni finnist í fórum viðkomandi eða ekki. Margt áhugavert kemur fram í rannsókn Ögmundar sem erlendar rannsóknir hafa einnig sýnt fram á. 

„Mér finnst ótrúlega sérstakt hvernig ákvörðunin um ólögleg vímuefni virðist hafa verið tekin. Þetta er einfaldlega pólitísk strategía og eins og einhver geðþóttaákvörðun, engin rök og engin vísindi. Áfengi er löglegt, allt annað jafn hættulegt og ólöglegt, af því bara,“ segir hann. 

Ögmundur segir að breyta þurfi því hvernig stjórnvöld nálgist vímuefnavanda þjóðarinnar og bann- og refsistefnan virki augljóslega ekki sem skyldi. 

Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni á hlaðvarpsvef mbl.is. 

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda.

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum lesenda