„Ég upplifi algjört stjórnleysi í kringum mat“

Jonathan Van Ness opnar sig í viðtali í New York …
Jonathan Van Ness opnar sig í viðtali í New York Times um helgina þar sem hann talar um hvernig það er að vera HIV-jákvæður og þá greinir hann einnig frá kynferðisofbeldi sem hann var beittur í æsku. AFP

Queer Eye-stjarnan Jonathan Van Ness opnaði sig á dögunum um ofátsröskun sem hann glímir við í persónulegri færslu á Instagram-reikningi sínum. Hann segist hafa upplifað algjört stjórnleysi í kringum mat í mörg ár, en í apríl fór hann loks og leitaði sér hjálpar. 

Í færslunni fagnar Ness vegferð sinni í átt að bættri andlegri- og líkamlegri heilsu í fimleikasal. Hann byrjar færsluna á því að segja að þó hann hafi alltaf verið „heitur og kynþokkafullur“ þá hafi hann á sama tíma glímt við átröskun í mjög langan tíma.

Breytti forgangsröðun sinni

„Fimleikar gefa mér mikla gleði og ég vil halda áfram að stunda fimleika eins lengi og ég get á öruggan hátt,“ útskýrir Ness í færslunni. 

View this post on Instagram

A post shared by Jonathan Van Ness (@jvn)

Hann segir vegferð sína hafa verið áhugaverða, en nú leggi hann áherslu á að gefa sér tíma til að borða og skipuleggur matmálstíma sína. „Áður fyrr var matur aftast í forgangsröðun minni sem gerði mig svo svangan að þegar ég loksins borðaði þá fékk ég ofátskast,“ bætir Ness við. 

Algengasta átröskunin í Bandaríkjunum

Ofátsröskun var fyrst viðurkennd sem átröskun í DSM-5 greiningarkerfi American Psychiatric Association (APA) í maí 2013. Ofátsröskun er algengasta átröskunin í Bandaríkjunum, en helstu einkenni röskunarinnar eru endurtekin og viðvarandi ofátsköst, en þó eru fleiri ofátsþættir sem tengjast röskuninni.

Ness vill heiðra vegferð sína og segist vera sterkari og meira í takt við líkama sinn. „Ég var kvíðinn að tala um þetta en mér finnst mikilvægt að deila þessu með ykkur. Við erum ekki ein og það er gott að biðja um hjálp þegar þú þarft á henni að halda,“ skrifar hann. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál