Lenya opnar sig um átröskun og fagnar útskrift

Lenya Rún Taha Karim fagnaði útskrift í gær.
Lenya Rún Taha Karim fagnaði útskrift í gær. mbl.is/Unnur Karen

Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata, fagnaði því í gær að hafa útskrifast úr rúmlega átta vikna innlagnarmeðferð vegna átröskunar.

Áfanganum fagnaði hún með máltíð sem hana hefur dreymt um lengi. 

„Fagnaði útskrift úr rúmlega 8 vikna innlagnarmeðferð fyrir átröskun með því að fá mér máltíð sem mig hefur dreymt um svo lengi. Þakklát fyrir að vera búin með þennan kafla en fyrst og fremst þakklát fyrir að þurfa ekki að borða spítalamat lengur. Góðar stundir,“ skrifar Lenya Rún á Twitter, en hún hefur áður vakið athygli á raunveruleika átröskunarsjúklinga á Íslandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál