Missti 40 kíló á einu ári með því að borða venjulegan mat

Helga Kristín Björgólfsdóttir lærði að telja macros og léttist um …
Helga Kristín Björgólfsdóttir lærði að telja macros og léttist um 40 kíló á einu ári.

Helga Kristín Björgólfsdóttir ákvað í upphafi árs 2022 að taka heilsuna í gegn og skráði sig á námskeið til að læra um næringarinnihald matarins. Hún segist hafa farið inn í námskeiðið með það í huga að þetta væri bara en einn kúrinn en svo reyndist ekki vera. Á einu ári missti hún 40 kíló og finnur hún fyrir miklu meira jafnvægi.

Helga er umsjónarkennari í Brekkubæjarskóla á Akranesi, er gift Atla Má Einarssyni og á tvö börn.

„Ætli stærsta ástæðan hafi ekki verið sú að ég var orðin alltof þung og átti orðið erfitt með að gera ýmsa hluti, því mér var svo oft illt í hnjánum, og ég hugsaði að það sakaði nú ekki að prófa þetta. En ég fór samt með það hugarfar í upphafi inn í þetta að þetta væri nú bara en einn kúrinn og ég ætti nú pottþétt ekki eftir að nenna að vigta matinn minn og skrá allt niður,“ segir Helga. Hún sá auglýsingu frá ITS macros og ákvað að kynna sér það betur.

Fyrir mörgum árum hafði Helga prófað hinn svokallaða danska kúr og segir að það hafi ekki virkað fyrir hana. Hún hefur líka prófað að fara nokkrum sinnum á Herbalife. „Svo bara þetta basic, sleppa því að borða nammi nema einu sinni í viku, borða minna af kolvetnum og fleira og fleira og fleira,“ segir Helga. Ekkert af þessu virkaði fyrir hana í lengri tíma.

Macros felur í sér að telja hversu mikið af próteini, fitu og kolvetnum maður borðar. Það er gert með því að vigta matinn og lesa innihaldslýsingar.

Þessi mynd er tekin á aðfangadag árið 2021 en stuttu …
Þessi mynd er tekin á aðfangadag árið 2021 en stuttu seinna skráði hún sig á námskeiðið.

Hélt áfram að hreyfa sig eins

Helga hefur alltaf verið dugleg að hreyfa sig, æfði fótbolta til tvítugs og hefur alltaf verið dugleg að fara í ræktina, göngutúra, hjólatúra og fjallgöngur. Spurð hvort hún hafi breytt einhverju í ræktinni þegar hún byrjaði að telja macros segir hún nei. „Ég hreyfi mig eins, á bara auðveldara með það og fyrir vikið er það skemmtilegra. Til dæmis að fara í fjallgöngur var eitthvað sem ég átti orðið mjög erfitt með en núna finnst mér það dásamlegt,“ segir Helga. Hún fer í stöðvaþjálfun tvisvar í viku. Síðan fer hún í ræktina og göngutúra, fjallgöngur eða út að hjóla þegar veður leyfir.

Hvað finnst þér þú helst hafa lært?

„Það sem mér finnst ég hafa lært mest af þessu er að ég má borða allt svo lengi sem það passar inn í tölurnar mínar, það er ekkert bannað! Hver hefur ekki heyrt að það megi ekki borða hitt og þetta því það er svo fitandi eða óhollt fyrir mann. Þegar þú ferð að telja macros þá þarftu að skoða innihaldslýsingar og með því hef ég lært ennþá meira hvað matvörur innihalda af prótein, fitu og kolvetnum.“

Helga segir að fjallgöngur séu orðnar mun auðveldari og skemmtilegri …
Helga segir að fjallgöngur séu orðnar mun auðveldari og skemmtilegri eftir að hún léttist. Hér er hún á toppi Móskarðshnjúka í september á síðasta ári.

„Ég var mikill nammigrís“

Helga segir að í kjölfar þess að læra um macros og vanda valið í fæðu hafi hún orðið orkumeiri, meltingin varð betri og henni líður líka mun betur andlega. „Verkefnin sem maður fær hjá ITS macros hjálpuðu mér mikið þar og svo má ekki gleyma að ég hef léttst heilmikið og er ekki eins verkjuð í fótunum. Ég var mikill nammigrís en þegar ég byrjaði á macros þá minnkaði löngunin í nammi, ég hefði aldrei trúað því að það gæti gerst miðað við hversu mikill nammigrís ég er,“ segir Helga.

Hvernig myndir þú lýsa mataræðinu þínu núna?

„Mataræðið mitt er gott, ég er yfirleitt að borða þrjár stórar máltíðir á dag og 2-3 minni. Ég skipulegg alltaf deginum áður hvernig morgundagurinn á að vera og ég reyni alltaf að hafa prótein inn í hverri máltíð til að ná próteinunum mínum yfir daginn. Ég borða allt sem ég vil svo lengi sem það passar inn í tölurnar mínar. Ef mig langar að gera vel við mig í mat eða fá mér nammi þá skipulegg ég daginn út frá því,“ segir Helga.

Helga setur sér markmið þegar kemur að heilsunni en segir að hennar helsti galli sé að hún skrifar þau ekki niður. Það sé hins vegar á markmiðalistanum fyrir árið að vera duglegri að skrifa niður markmiðin sín. Hennar helsta markmið er að halda áfram að telja macros því það virkar fyrir hana og henni líður betur þegar hún gerir það.

Helga Kristín jólin 2022.
Helga Kristín jólin 2022.
mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda.

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum lesenda