Var orðinn 150 kíló og snéri vörn í sókn

Gunnar Ingi Ingvarsson létti sig um 42 kíló á 10 …
Gunnar Ingi Ingvarsson létti sig um 42 kíló á 10 mánuðum. Samsett mynd

Kraftlyftingamaðurinn Gunnar Ingi Ingvarsson var orðinn 150 kíló þegar hann keppti í Íslandsmeistaramóti í krafflyftingum í mars á síðasta ári. Eftir það ákvað hann að létta sig og stefnir nú á að keppa í undir 105 kílóa flokknum á næsta móti. Hann á stutt eftir í að komast undir 105 kílóin en hann er í dag 108 kíló og hefur því lést um 42 kíló á tíu mánuðum. 

„Ég byrjaði á því að borða minna en vanalega fannst það virka vel en mér fannst svo að styrkurinn var að fara miklu meira niður. Þá fór ég í næringaþjálfun hjá Gunnari Stefáni til að læra meira um næringu og hvaða matur er bestur fyrir mig,“ segir Gunnar. 

Hann segist hafa viljað taka sig á og léttast því honum leið eins og hann fyndi bara hamingju með því að borða. „Síðan ég var krakki hef ég alltaf horft á mat sem leið til að finna hamingju og vera glaður. Ég horfði aldrei á mat sem næringu og fannst þetta vera góður tími að breyta lífinu mínu,“ segir Gunnar. Spurður hvort það hafi ekki verið erfitt segir hann að fyrstu vikurnar hafi verið það jú. „En þegar þú ert kominn í rútínu þá verður þetta ekki erfitt. Þetta var fljótt að fara úr manni hvað þetta var erfitt,“ segir Gunnar.

Lærði meira um næringu

Gunnar ákvað ekki að fara á neinn kúr heldur eins og hann segir, læra meira um næringu og hvað hentaði honum best til að ná þessu markmiði sínu. „Eina sem ég gerði var að borða minna en það sem líkaminn brennir og reikna hitaeiningarnar sem ég borðaði og svo labbaði ég tíu þúsund skref á dag,“ segir Gunnar. 

Hann segir að eftir að hann léttist hafi þoli aldrei verið betra. „Svo er skrítið að hafa ekki eins mikla fitu alls staðar á sér og andlega heilsan mín hefur aldrei verið betri,“ segir Gunnar. 

„Núna þegar það er stutt í mót hjá mér og er að reyna komast í 105 kílóa flokkin þá er ég að lyfta fjórum sinnum í viku en ég mæti í ræktina alla daga til að ná 20 þúsund skrefum á dag. Það eru sirka tveir og hálfur tími á hlaupabrettinu,“ segir Gunnar. 

Þegar Gunnar byrjaði að borða minna fann hann hvernig styrkurinn …
Þegar Gunnar byrjaði að borða minna fann hann hvernig styrkurinn minnkaði. Þá ákvað hann að leita til næringarráðgjafa. Samsett mynd

Hann segir heilsuna skipta öllu máli og ef heilsan sé ekki góð þá hafi maður einfaldlega bara styttri tíma á þessari jörðu. „Mér líður eins og allir þurfa læra betur á næringu og heilsu,“ segur Gunnar.

Gunnar ráðleggur þeim sem vilja bæta heilsuna að hafa alltaf eitthvað markmið. „Til dæmis núna er ég að reyna komast í 105 kílóa flokkin og ef allt gengur vel á mótinu á ég séns á að komast á Norðurlandamót. Besta ráð sem ég get gefið fólki væri að það er betra að hreyfa sig meira en að borða minna,“ segir Gunnar að lokum. 

Gunnar á jólunum árið 2021 og svo á jólunum árið …
Gunnar á jólunum árið 2021 og svo á jólunum árið 2022. Samsett mynd
mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda.

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum lesenda