Svona heldur Nicole Scherzinger sér í fantaformi

Hin 44 ára Nicole Scherzinger er í fantaformi, enda setur …
Hin 44 ára Nicole Scherzinger er í fantaformi, enda setur hún heilsuna í forgang og er dugleg að stunda fjölbreytta hreyfingu. Samsett mynd

Pussycat Dolls-söngkonan Nicole Scherzinger er í fantaformi, enda hugsar hún vel um heilsuna. Í dag er hún 44 ára gömul og virðist hafa fundið hinn gullna milliveg þegar kemur að æfingum. Á árum áður segist Scherzinger hafa haldið að hún þyrfti að æfa í marga klukkutíma á dag til að sjá árangur, en í dag leggur hún áherslu á að finna jafnvægi og hefur sagt skilið við allar öfgar. 

Í nýlegu viðtali í tímaritinu Women's Health fór Scherzinger yfir nokkur atriði sem hjálpa henni að viðhalda góðri líkamlegri og andlegri heilsu.

1. Æfingar hennar eru 30 til 45 mínútur að lengd

Scherzinger leggur áherslu á hófsemi í æfingarútínu sinni. „Þú þarft ekki að drepa þig í ræktinni. Þegar ég var í Pussycat Dolls hélt ég að ég þyrfti að æfa í þrjá eða fjóra tíma á dag, en það er ekki þannig,“ segir  Scherzinger. 

Söngkonan segir 20 til 45 mínútur vera nóg og að æfingar hennar séu vanalega 30 til 45 mínútur að lengd. „Þetta snýst um að nýta tímann og gera það sem virkar fyrir þig,“ bætir hún við.

2. Hún stundar fjölbreytta hreyfingu 

Þegar kemur að hreyfingu er Scherzinger dugleg að breyta til og prófa nýja hluti, en þannig kemur hún í veg fyrir að hún fái leið á æfingarútínunni. 

„Eitt sem ég geri alltaf er að breyta æfingunum mínum. Ég er alltaf að prófa eitthvað nýtt,“ útskýrir hún. 

3. Hún stundar HIIT þjálfun

Söngkonan er hrifin af svokallaðri HIIT (High Intensity Interval Training) þjálfun sem samanstendur af stuttum og krefjandi áreynslulotum með hvíld inn á milli. „Ég hef tekið eftir því að eftir því sem ég eldist því áhrifameiri er HIIT-þjálfun,“ segir Scherzinger og bætir við að hún blandi saman æfingum með lóð og hlaupi á hlaupabretti í þjálfun sinni.

4. Hún æfir þrisvar í viku

„Þegar ég var í Pussycat Dolls snerust æfingarnar um að þjálfa upp þolið þar sem við vorum alltaf á tónleikaferðalagi eða að taka upp tónlistarmyndbönd. Ég held að ég hafi aldrei tekið mér frí og æfði sjö daga vikunnar. Núna er mun meira jafnvægi í lífi mínu, en ég æfi þrisvar í viku,“ útskýrir söngkonan. 

5. Hún setur svefninn í forgang

Scherzinger veit hvað hún syngur, en til þess að hámarka árangur sinn setur hún svefninn alltaf í forgang. „Svefn skiptir sköpum fyrir árangur og hjálpar mikið við endurheimt,“ segir hún. 

6. Hún æfir á morgnanna

Dagur Scherzinger byrjar alltaf á 20 mínútna hugleiðslu og bænastund. „Svo bý ég um rúmið mitt, fæ mér basískt vatn og svo æfi ég, annað hvort með þjálfaranum mínum eða á stigavélinni,“ útskýrir hún. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál