Það er betra að sofa á vinstri hliðinni

Góður svefn er lykilatriði fyrir heilsuna.
Góður svefn er lykilatriði fyrir heilsuna. mbl.is/

Oft á tíðum hugar maður lítið að því í hvaða stellingu best er að sofa í. Maður vill bara sofna. Margir sofa í sömu stellingunni næturlangt á meðan aðrir eru sífellt að bylta sér. Allt er þetta eðlilegt svo lengi sem maður vaknar ekki aumur.

Það er margt sem gerist í líkamanum á meðan hann sefur. Heilinn er að vinna úr upplýsingum og meltingarkerfið er að melta mat svo fátt eitt sé nefnt. Rannsóknir hafa sýnt að stellingin sem maður sefur í getur aðstoðað líkamann að gera allt sem hann þarf að gera á nóttunni.

Það að sofa á vinstri hliðinni er sagt sérstaklega góð stelling fyrir líkamann. 

1. Bætir meltinguna

Maginn er vinstramegin í kviðarholinu og þegar maður liggur á vinstri hliðinni þá kemst maturinn mun greiðlegar í gegn. Þá kemur það í veg fyrir að maginn liggi á brisinu sem styður við flæði meltingarensímanna. 

2. Hvílir hjartað

Þyngdaraflið hjálpar hjartanu að dæla blóði betur. Ósæðin ber blóðið frá hjartanu til líkamans og hún sveigir til vinstri. Það setur því minna álag á hjartað að liggja á vinstri hliðinni.

3. Minni brjóstsviði

Rannsóknir hafa sýnt að það að sofa á vinstri hliðinni minnkar brjóstsviða. Kannski vegna staðsetningu magans vinstramegin við kviðarholið.

4. Gott fyrir barnshafandi konur

Meðgöngu fylgir mikilli aukningu á blóðflæði um líkamann. Það eykur því álag á ýmis líffæri. Það að liggja á vinstri hliðinni minnkar álagið á t.d. hrygginn, hjartað og önnur líffæri. 

Þá eru nefndir fleiri kostir eins og t.d. minni hrotur, minni bakverkir og fleira í þeim dúr. Ef maður er óvanur að sofa á vinstri hliðinni þá eru til ýmis ráð til þess að láta það vera sem þægilegast. Það má t.d. setja kodda á milli fæturna til þess að halda manni í réttri stellingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál