Ísland með annað lægsta hlutfall óheilbrigðra ávana á heimsvísu

Unsplash

Ísland mælist með annað lægsta hlutfall óheilbrigðra ávana á heimsvísu samkvæmt nýlegri könnun suður-afrísku vefsíðunnar Medical Aid. Einungis Indverjar þykja lifa heilbrigðari lífsstíl en Íslendingar og öll hin Norðurlöndin komast inn á topp tíu. Íbúar Búlgaríu, Lettlands og Argentínu virðast lifa óheilbrigðasta lífsstílnum.

Til að komast að niðurstöðu þessari voru skoðaðar fimm aðskildar venjur sem eru skaðlegar heilsu manna, í fimmtíu löndum í heildina. Úr þeim niðurstöðum var sett saman heildarstig óheilbrigðs lífstíls, sem sýnir löndin með heilbrigðasta og óheilbrigðasta lífsstílinn í heildina. 

Medical Aid ber saman iðgjöld og tryggingar fyrirtækja sem bjóða upp á sjúkratryggingar í Suður-Afríku. Samkvæmt vefsíðunni notast Medical Aid við gögn sem safnað er af vefsíðum sjúkratryggingaaðila og því sé hægt að vera viss um að upplýsingarnar séu þær nákvæmustu og nýjustu sem til eru. 

Hér má sjá niðurstöður könnunarinnar í heild sinni.

Niðurstöðurnar er svo sannarlega Íslendingum í hag.
Niðurstöðurnar er svo sannarlega Íslendingum í hag. Ljósmynd/Medical Aid

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál