Gatan mín Þjóðólfsvegur í Bolungarvík

Soffía Vagnsdóttir heima á Þjóðólfsvegi í Bolungarvík. Þaðan sést inn ...
Soffía Vagnsdóttir heima á Þjóðólfsvegi í Bolungarvík. Þaðan sést inn í dal, upp á Skálavíkurheiði og út á Ísafjarðardjúp hvar fylgjast má með bátaferðum. Sigurður Bogi Sævarsson

„Þjóðólfsvegur gengur eins og rauður þráður í gegnum alla mína tilveru. Ég var tveggja ára þegar ég flutti hingað með foreldrum mínum og hér bjó ég alveg fram að þeim tíma að ég fór í framhaldsskóla. Ég var fyrir sunnan í mörg ár og hafði þá viðkomu á nokkrum stöðum í borginni; svo sem á Hááleitisbraut, við Njálsgötuna, í Smáíbúðahverfinu og fleiri stöðum. Fyrir þrettán árum lá svo leiðin aftur vestur og þá æxluðust hlutirnir svo að ég flutti aftur á Þjóðólfsveginn og í hús sem mér fannst á æskuárum mínum alltaf vera eins og ævintýrahöll,“ segir Soffía Vagnsdóttir í Bolungarvík.

Þuríður og Þjóðólfur

Bolungarvíkin, sem er yst bæja við Ísafjarðardjúp, er hvað skipulag varðar áþekk öðrum íslenskum sjávarplássum. Elstu húsin standa niðri við höfnina, Brjótinn eins og Bolvíkingar segja; þar eru fiskvinnsluhúsin og íbúðarbyggingar sem voru reistar á fyrri hluta tuttugustu aldar. Ofar í bænum eru nýrri hús; við götur sem standa ýmist langsum eða þversum.

Aðalstræti er breiðstræti bæjarins og upp frá því liggur Skólastígur. Í framhaldi af Skólastígnum kemur Þjóðólfsvegur, sem nefndur er eftir Þjóðólfi, sem var bróðir landnámskonunnar Þuríðar sundafyllis. Þannig vísar heiti götunnar til ellefu hundruð ára sögu sem svo margt hefur mótað og þróast samkvæmt í aldanna rás. Og í ýmsu í Bolungarvík er til þeirra systkina vísað. Þegar komið er inn í bæinn er ekið um Þuríðarbraut og félag sjálfstæðismanna í bænum heitir Þjóðólfur. Hér þarf því ekki vitnanna við!

Bætti heilli hæð á húsið

„Ég er fædd árið 1958 í húsi sem stóð hér niðurundir fjöru og var kallað Manga Ella-búð. Málvenja var að kalla hús hér búðir og það á ekkert skylt við verslunarrekstur,“ segir Soffía. „Þegar ég var orðin tveggja ára fannst foreldrum mínum, Vagni Hrólfssyni og Birnu Pálsdóttur, nauðsynlegt að byggja, enda komin með tvær dætur og þriðja barnið á leiðinni. Því varð úr að fengin var teikning frá Byggingaþjónustu landbúnaðarins og samkvæmt henni var byggt. Og allt var þetta býsna frjálslegt; pabbi gerði flest sjálfur í húsinu og hefur líklega séð fyrir sér barnafjöld því hann bætti raunar strax heilli hæð ofan á húsið. Og veitti ekki af því í allt erum við systkinin sjö og því var oft þröng á þingi meðan allur hópurinn var heima.“

Soffía segir að Bolungarvík bernsku hennar hafi verið líkust ævintýraveröld. Höfnin og flæðarmálið var leikvöllur krakkanna og sömuleiðis nýbyggingar, en aldrei hefur meira verið byggt í Víkinni en á árunum um og eftir 1970. „Ég man eftir því þegar húsið á Þjóðólfsvegi 9, þar sem ég bý í dag, var reist. Þetta er sænskt einingahús og ég man enn eftir því þegar verið var að bera til flekana sem húsið er reist úr,“ segir Soffía um húsið sem stendur ofarlega í bænum þaðan sem sést vel inn í dal, upp á Skálavíkurheiði og út á Ísafjarðardjúp hvar fylgjast má með bátaferðum – en óvíða er smábátaútgerð í landinu jafnöflug og í Víkinni.

„Vissulega hefur talvert breyst í Bolungarvík frá því ég var að alast hér upp. Og raunar eru breytingarnar talsverðar frá 1998 þegar fjölskyldan sneri aftur vestur. Þó er sem var, að Víkin heldur afskaplega vel utan um sitt fólk. Útgerðin og fiskvinnsla eru vissulega með öðrum svip en áður og hver veit nema nýjar atvinnugreinar nemi land í öllu því húsnæði sem nú er tómt en hýst hefur sjávarútveg í gegnum tíðina, því fólkið sem hér býr er að bjástra við svo margt; til dæmis eru skapandi greinar í mikilli sókn og ferðaþjónusta er í raun nýr atvinnuvegur í bænum sem er mikilvægt að hlúa að,“ segir Soffía sem heldur úti ferðaþjónusturekstri í Bolungarvík jafnframt því sem hún er skólastjóri grunnskólans í bænum.

Tónlistarskólaafmæli Fjórir af þeim fimm sem verið hafa skólastjórar frá ...
Tónlistarskólaafmæli Fjórir af þeim fimm sem verið hafa skólastjórar frá upphafi voru á hátíðinni en þau eru, frá vinstri: Kristinn J. Níelsson, Guðrún B. Magnúsdóttir, Soffía Vagnsdóttir og Ólafur Kristjánsson. Gunnar Hallsson
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Elli og Solla létu pússa sig saman

12:10 Sólveig Eiríksdóttir grænmetis- og veganfrumkvöðull gekk að eiga kærasta sinn, Elías Guðmundsson í gær. Athöfnin fór fram í Hafnarfjarðarkirkju en svo var slegið upp veislu í Valsheimilinu. Meira »

Ertu til í ást sem endist?

11:27 Það eru til margar áhugaverðar leiðir til að laða til sín ást sem endist.   Meira »

Flest erum við afleitir samningamenn

05:00 Aðalsteinn Leifsson segir að fólk nái miklu betri árangri í lífinu ef það er gott í samningatækni. Hann segir vont þegar fólk heldur að það sé bara ein leið í boði. Meira »

Heillaði alla í bláu ermunum

Í gær, 23:29 Cate Blanchett sannaði það í buxnadragt frá Alexander McQueen að svartar buxnadragtir þurfa ekki að vera leiðinlegar.   Meira »

Dr. Ruth er með lykilinn að góðu kynlífi

Í gær, 20:30 Ef þú vilt ráð frá Dr. Ruth, einum helsta sérfræðing sögunnar í kynlífi, þá ættir þú að vanda valið á makanum þínum. Að finna félaga sem þú getur treyst er lykillinn að góðu kynlífi. Meira »

„Ég tárast við ótrúlegustu aðstæður“

Í gær, 17:30 „Ég hitti t.d. nágrannakonu sem var að flytja í sveitina og hún bauð mér að líta inn fljótlega. Ég sagði takk og svo fóru tárin að streyma þarna í Nettó! Ég bara ræð ekki við þetta en óttast að fólk misskilja þetta þegar ég flóði í tárum að ástæðulausu.“ Meira »

Moore upplifði sig of þunga og neikvæða

Í gær, 14:30 Þrátt fyrir að vera ein þekktasta leikkona í heimi var Demi Moore ekki örugg með sjálfa sig hér á árum áður.   Meira »

Hinsegin útgáfa af Lundanum slær í gegn

í gær Epal hefur í samstarfi við hönnuðinn Sigurjón Pálsson bætt nýjum lunda á markað og kemur hann í takmörkuðu upplagi. Lundinn ber nafnið Puffin Pride og ber goggurinn liti regnbogans sem einkennir regnbogafánann sem notaður er við gleðigöngur hinsegin daga víðast hvar í heiminum. Meira »

Varð stríðsmaður ástarinnar eftir fyrsta áfallið

í gær Sara Oddsdóttir útskrifaðist með mastersgráðu í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík nýverið. Hún starfar við andlega leiðsögn hjá Sólum. Meira »

Kynlífs-tékklisti hristir upp í kynlífinu

í fyrradag Kynlífs-tékklisti getur hrist upp í hlutunum í svefnherberginu og á sama tíma dregið úr pressunni á að hver stund sé lostafull. Meira »

Sunneva Eir í geggjuðum fíling

í fyrradag Sunneva Eir Einarsdóttir lét sig ekki vanta þegar sumarfestival Fjallkonunnar og Sæta Svínsins var haldið í gærkvöldi við mikinn fögnuð. Meira »

Þetta gerist ef þú borðar meira af rauðrófum

í fyrradag „Rauðrófur hafa orðið vinsælar sem ofurfæða á undarförnum árum, vegna rannsókna sem benda til að rauðrófur, duft úr þeim og rauðrófusafi geti bætt árangur líkamsræktarmanna, lækkað blóðþrýsting og aukið blóðflæði um líkamann.“ Meira »

Íslendingar vinna með auglýsingahönnuði Nike

í fyrradag Fatahönnuðurnir Ýr Þrastardóttir og Alexander Kirchner ætla að leggja land undir fót að kynna nýtt vörmerki sitt sem bar nafnið Warriör. Þau kynna nýtt kvikmyndaverk og verða með Pop-up verslun um helgina þar sem fólk getur nálgast vörurnar þeirra. Meira »

Bauð upp á Bæjarins bestu í sextugsafmælinu

16.8. Sigurbjörn Magnússon hélt upp á sextugsafmæli sitt með miklum glæsibrag á dögunum. Boðið var upp á Bæjarins bestu í afmælinu enda eru þær í miklu uppáhaldi hjá afmælisbarninu. Meira »

Ástand húðarinnar hefur áhrif á sjálfstraustið

16.8. Bryndís Alma Gunnarsdóttir er framkvæmdastjóri Húðfegrunar. Hún býr í Sviss ásamt fjölskyldu sinni og kemur reglulega til landsins. Hún segir jafnrétti kynjanna á ólíkum stað í löndunum og reynir að innleiða það besta sem hún sér úti hérna heima. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is Meira »

Með rúlluna á veitingastaðnum

15.8. Leikkonan Courteney Cox lætur húðumhirðuna ekki mæta afgangi ef marka má myndir af henni nota andlitsrúllu á veitingastað í New York nýlega. Meira »

Svona losnar þú við „ástarhöldin“

15.8. Það eru margir sem vilja losna við hliðarspikið. Hvort virkar betur að gera planka eða uppsetur?  Meira »

12 lífsstílsráð til heilbrigðis

15.8. „Það eru nokkur persónueinkenni sem virðast fylgja þeim sem taldir eru afar heilbrigðir einstaklingar (ef þeir eru til á annað borð til) og það er sama hvar mig ber niður hvað þetta málefni varðar þá koma upp sömu atriði aftur og aftur hjá þeim sérfræðingum sem telja sig geta sagt okkur hvað heilbrigði er.“ Meira »

Tóku frumskógarþemað alla leið

15.8. Systurnar Cara og Poppy Delevingne eru svo nánar að þær búa saman í einstöku húsi í Los Angeles.   Meira »

„Ég var stressuð og sveitt í lófunum“

15.8. Leikkonan Ágústa Eva Erlendsdóttir er stödd í Osló í Noregi þessa stundina þar sem sjónvarpsþátturinn Beforeigners var frumsýndur í gær. Ágústa Eva klæddi sig upp fyrir rauða dregilinn og segir hún að þetta sé hennar fyrsta gala-frumsýning. Meira »

Skilnaður er einn af stærstu álagsþáttunum

15.8. „Skilnaður er svo miklu meira en orðið gefur til kynna. Skilnaður er einn stærsti álagsþáttur sem getur komið upp í lífi einstaklinga og fylgir þessu ferli mikil sorg,“ segir Þórey Kristín Þórisdóttir, klínískur sálfræðingur og markþjálfi, en hún skrifar reglulega pistla á Smartland. Meira »
Meira píla