Kourtney og Khloé opna heimili sín

Systurnar og raunveruleikastjörnurnar Kourtney og Khloé Kardashian opnuðu stórglæsileg heimili …
Systurnar og raunveruleikastjörnurnar Kourtney og Khloé Kardashian opnuðu stórglæsileg heimili sín. Skjáskot Architectural Digest

Systurnar og glamúrpíurnar Kourtney og Khloé Kardashian eiga sérlega falleg heimili. Á dögunum gáfu þær forvitnum tækifæri á að skyggnast á bak við tjöldin.

Fleiri myndir má sjá á vef Architectural Digest.

Heimaskrifstofa Kourtney er sérlega falleg. Þar er að finna Jules …
Heimaskrifstofa Kourtney er sérlega falleg. Þar er að finna Jules Leleu skrifborð og stóla eftir Pierre Jeanneret. Listaverkin á veggnum eru líka sérlega falleg og litrík. Skjáskot Architectural Digest
Í stofunni hjá Kourtney er að finna sófa frá Christian …
Í stofunni hjá Kourtney er að finna sófa frá Christian Liaigre og Steinway píanó. Litapallettan er mjúk og þægileg. Skjáskot Architectural Digest
Eldhúsið er gríðarlega rúmgott og vinnuplássið mikið. Takið eftir ljósmyndinni …
Eldhúsið er gríðarlega rúmgott og vinnuplássið mikið. Takið eftir ljósmyndinni af Andy Warhol við hliðina á eldavélinni. Skjáskot Architectural Digest
Borðstofan er sérlega falleg. Stólarnir eru eftir Pierret Jeanneret og …
Borðstofan er sérlega falleg. Stólarnir eru eftir Pierret Jeanneret og málverkið eftir Roy Lichtenstein. Skjáskot Architectural Digest
Ekkert hefur verið til sparað í barnaherbergjunum. Í herbergi dótturinnar …
Ekkert hefur verið til sparað í barnaherbergjunum. Í herbergi dótturinnar er að finna rúmteppi frá Hermès. Skjáskot Architectural Digest
Heimili Khloé er talsvert frábrugðið heimili systur hennar. Þennan fallega …
Heimili Khloé er talsvert frábrugðið heimili systur hennar. Þennan fallega gosbrunn, í marokkóskum stíl, er að finna í garðinum. Skjáskot Architectural Digest
Margar konur myndu gefa annan handlegginn fyrir fataherbergin hennar Khloé. …
Margar konur myndu gefa annan handlegginn fyrir fataherbergin hennar Khloé. Hér má sjá brot af skó og töskusafni stjörnunnar. Skjáskot Architectural Digest
Stofan er hlaðin íburði. Sófinn , sem er frá John …
Stofan er hlaðin íburði. Sófinn , sem er frá John Salibello, kemur sérlega vel út með speglinum sem hefur yfir sér austurlenskan blæ. Skjáskot Architectural Digest
Eldhúsið er rúmgott og fallegt. Svart og háglansandi gólf setur …
Eldhúsið er rúmgott og fallegt. Svart og háglansandi gólf setur sterkan svip á rýmið. Skjáskot Architectural Digest
Khloé vill hafa allt í röð reglu í búrinu hjá …
Khloé vill hafa allt í röð reglu í búrinu hjá sér. Skjáskot Architectural Digest
Að sjálfsögðu er sérútbúinn kvikmyndasalur heima hjá Khloé, þar sem …
Að sjálfsögðu er sérútbúinn kvikmyndasalur heima hjá Khloé, þar sem hún horfir eflaust á Keeping up With the Kardashians. Skjáskot Architectural Digest
mbl.is