Hér bjuggu þau þegar Wintris var stofnað

Anna Sigurlaug Pálsdóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson bjuggu á Lokastíg …
Anna Sigurlaug Pálsdóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson bjuggu á Lokastíg 24 þegar Wintris var stofnað. mbl.is/Samett mynd

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Anna Sigurlaug Pálsdóttir bjuggu á Lokastíg 24 þegar félagið Wintris var stofnað. Anna Sigurlaug festi kaup á Lokastíg 24 11. október 2004. Um er að ræða heila húseign sem er 133 fm að stærð. Í dag er fasteignamat eignarinnar tæpar 50 milljónir króna.

Anna Sigurlaug seldi Lokastíg 24 hinn 31. júlí 2011. Þá fluttu hjónin í Seljahverfið en í dag búa þau í glæsihúsi í Garðabæ. Foreldrar hennar eru skráðir eigendur hússins. 

Húsið við Skrúðás 7 er 325 fm að stærð en fasteignamat hússins eru rúmlega 114 milljónir króna. Foreldrar Önnu Sigurlaugar, Páll Samúelsson og Elín Sigrún Jóhannesdóttir, festu kaup á húsinu 21. september 2009 en áður var húsið í eigu sonar þeirra og bróður Önnu Sigurlaugar, Boga Pálssonar, og eiginkonu hans, Sólveigar Dóru Magnúsdóttur. 

Í gærkvöldi hringdi Sigmundur Davíð á lögregluna þegar blaðamenn Aftenposten voru mættir fyrir utan Skrúðás 7. 

Lokastígur 24.
Lokastígur 24. Ljósmynd/ja.is
Skrúðás 7.
Skrúðás 7. Ljósmynd/ja.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál