Óður til Báru bleiku

Linda Björg Árnadóttir, eigandi Scintilla, var að opna mjög bleika verslun við Laugaveg. Scintilla var áður í Skipholti en segir Linda að Laugavegurinn hafi orðið fyrir valinu til þess að ná í túristana. 

„Okkur vantaði að ná í túristana en það er hópur sem Scintilla hefur ekkert haft neitt aðgengi að,“ segir Linda. 

Búðin er bleik að utan og bleik að innan. Þegar Linda er spurð út í þetta segir hún að bleiki liturinn hafi smám saman orðið Scintilla-liturinn og því ákvað hún að taka þetta alla leið. 

„Markmiðið er auðvitað að við skerum okkur úr frá öðrum verslunum. Ég tel það hafa verið mjög rétta ákvörðun og að búðin sé vel heppnuð og liturinn hressandi. Svo er þetta líka „hommage“ til Báru bleiku sem var áberandi í verslun í miðbæ Reykjavíkur á síðustu öld,“ segir hún. 

Spurð út í sinn uppáhaldshlut nefnir Linda prentuðu rúmfötin. 

„Þau eru æði og hafa í raun slegið í gegn. Fólk kaupir sér eitt munstur og kemur svo aftur og kaupir annað. Við erum núna að láta prenta fjórða munstrið en ég hlakka til þegar við erum komin með 10 munstur. Það er þarna í þessari vöru sem að reynsla mín og hæfileikar sem munsturhönnuður fá að njóta sín.“

Linda segir að það sé lyftistöng fyrir Scintilla að eignast búð við Laugaveg. 

„Við erum á sama stað með sýningarrými fyrir hótelvöruna okkar en við erum með sérlínu fyrir hóteliðnaðinn og höfum til dæmis sérhæft okkur í sérhönnun þar sem við vefum í logo og fleira. Við erum að hanna þessa vöru en ekki kaupa hana af lager og getum því breytt og bætt alltaf.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál