Nýtt heimili fyrir litla peninga

Þessi litur heitir Ber. Ef þú horfir á hann einan …
Þessi litur heitir Ber. Ef þú horfir á hann einan og sér þá virðist hann hvítur en það er hann alls ekki. Þetta er mjög góður grunnlitur ef þig langar ekki í allt hvítt heldur einungis smá tón. Sæja mælir með því að setja hann á loftin, það kemur mjög vel út. Ljósmynd/Guðfinna Magnúsdóttir

Sæbjörg Guðjónsdóttir innanhússhönnuður er komin með sína litalínu sem fæst í Slippfélaginu. Sæbjörg eða Sæja eins og hún er kölluð segir samstarfið hafi orðið til eftir þrotlausa vinnu við að finna réttu litina. 

„Síðustu ár hefur Garðar í Slippfélaginu í Borgartúni verið endalaust þolinmóður við mig þegar ég kem og er að leita að rétta tóninum eða litnum. Við höfum blandað ófáar prufur í leit að þeim rétta og það þróaðist þannig að hann spurði hvort ég vildi ekki gefa út mína eigin liti sem ég hef verið að nota og hér erum við í dag,“ segir Sæja. 

Í nýjasta þætti Heimilislífs er Sara María Karlsdóttir heimsótt en hún fékk Sæju til þess að velja liti á heimili sitt og er útkoman afbragð. 

Hér er liturinn Ber notaður í stofu.
Hér er liturinn Ber notaður í stofu. Ljósmynd/Guðfinna Magnúsdóttir
Þessi litur heitir Volgur. Hann er hlýr grár tónn, ekki …
Þessi litur heitir Volgur. Hann er hlýr grár tónn, ekki dökkur en ekki ljós, hann er mitt á milli og hentar því í flest rými. Kemur mjög vel út að setja hann á loftið líka eða að para hann með Stilltum í loftinu og Volgum á veggjum. Ljósmynd/Guðfinna Magnúsdóttir
Þessi litur heitir Stilltur. Þetta er litur fyrir þá sem …
Þessi litur heitir Stilltur. Þetta er litur fyrir þá sem vilja ekki hvítt en heldur ekki of grátt. Stilltur er hinn fullkomni ljósgrái litur, ekki of hlýr og ekki of kaldur og hentar því vel í öll rými. Flott samsetning ef Stilltur er á veggjum og Ber á loftum. Ljósmynd/Guðfinna Magnúsdóttir

Hvaða litir eru þetta sem þú valdir? 

„Ber, Stilltur, Volgur, Hlýr og Dimmur eru svona grunnlitir í gráum tónum, frá ljósum og upp í mjög dökkan. Votur, Hljóður, Villtur og Djúpur eru svo litir sem ég hef verið að leika mér með og hrífst af. Það munu svo e-h litir bætast við þessa á næstunni.“

Þegar Sæja er spurð að því hvernig best sé að bera sig að þegar heimili er málað segir hún það algerlega fara eftir heimilinu sjálfu. Hún er hrifin af því að mála loft og veggi í sama lit. 

„Það fer allt eftir aðstæðum hverju sinni. Ég er mjög hrifin af því að mála loft og veggi eins og ég tek fram í lýsingunni á litunum. En þetta snýst allt um að velja rétta litinn, hvar í húsinu er hann og hvað á að para við eins og húsgögn, vefnaður og slíkt. Ef tónninn er frekar ljós og á til dæmis að fara á heilt rými kemur mjög vel út að setja hann á loft og veggi,“ segir hún. 

Þegar fólk er að mála heima hjá sér ertu þá hlynnt því að setja rönd meðfram loftinu eða er það alveg búið?

„Ég hef aldrei verið hrifin af röndinni, ég segi burt með hana,“ segir hún. 

Þessi litur heitir Hlýr. Þetta er dökkgrái liturinn sem þú …
Þessi litur heitir Hlýr. Þetta er dökkgrái liturinn sem þú ert búinn að vera að leita að. Hann passar alls staðar og eins og nafnið gefur til kynna er hann í hlýjum tón. Með því að para hann við ljós húsgögn verður hann ljósari og það sama ef hann er paraður við dökk húsgögn, þá verður hann dekkri. Ljósmynd/Guðfinna Magnúsdóttir

Hverju viltu ná fram með þessu litakorti?

„Að fólk geti valið sér grunntóna sem passa saman, frá einu rými í annað. Ef það vill svo fara aðeins lengra getur það málað í lit.“

Hvert ertu að sækja innblástur þessa dagana í þín verk?

„Innblásturinn kemur alls staðar frá. Ég er samt mikill sökker fyrir Instagram þar sem ég er endalaust að finna listamenn, söfn og gallerí úti í heimi og fæ oft innblástur þaðan eins og við litasamsetningar, form og áferðir.“

Þegar Sæja er spurð út í íslensk heimili og hvað sé að „trenda“ mest núna segir hún að það sé margt í gangi. 

„Það er alla vega að trenda að hugsa vel um heimilið og að líða vel heima hjá sér, sem mér finnst frábært.“

Hvað á fólk að hætta að gera við heimili sín?

„Það á að hætta að þora ekki að taka smá áhættu og gera að sínu. Það er ótrúlegt hvað til dæmis tónar og litir gera fyrir rými ef málað er upp á nýtt og þá helst allir veggir. Innbúið fær alveg nýtt líf,“ segir hún. 

Þessi litur heitir Djúpur. Hann er hinn nýi grái inni …
Þessi litur heitir Djúpur. Hann er hinn nýi grái inni í svefnherbergi. Ótrúlega djúpur og seiðandi sem er hentugt þegar þú vilt slaka vel á. Einnig flottur sem „miðpunktur“ í stofu eða borðstofu ef þú þorir ekki alla leið. Hentar vel með ljósum eða dökkum húsgögnum og vefnaði. Ljósmynd/Guðfinna Magnúsdóttir
Þessi litur heitir Hljóður. Hann er ótrúlega róandi og þægilegur …
Þessi litur heitir Hljóður. Hann er ótrúlega róandi og þægilegur blár litur sem hentar afar vel í barnaherbergi. Þessi, eins og Votur, passar einstaklega vel með hvítum listum og hurðum. Ljósmynd/Guðfinna Magnúsdóttir
Djúpur passar vel inn í svefnherbergi.
Djúpur passar vel inn í svefnherbergi. Ljósmynd/Guðfinna Magnúsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál