Ég er svolítið eins og rússneskt jólatré

Sara María Karlsdóttir rekur fasteignasöluna Stakfell ásamt eiginmanni sínum Þorláki Ómari Einarssyni. Hún er gestur Heimilislífs þessa vikuna en hjónin búa í svölu raðhúsi í Garðabæ. 

Hún segist vera mjög glundroðakennd þegar kemur að heimilinu og segir í gríni að hún sé svolítið eins og rússneskt jólatré. Hún blandi saman gulli og silfri og sé óhrædd við að fara ótroðnar slóðir. 

Fyrir tveimur árum fengu þau Sæbjörgu Guðjónsdóttur innanhússhönnuð til að raða upp húsgögnum upp á nýtt og þá var húsið málað í dekkri litum. Sara María segir að Sæbjörgu hafi fundist svolítið of mikið af öllu inni hjá þeim. Eftir Sæbjörg var búin að fara um húsið og raða upp á nýtt var heimilið fullkomnað. 

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál