Með kistu úr nunnuklaustri frá Belgíu

Kistan úr nunnuklaustrinu ber m.a. Maríustyttu. Henni fylgir góður andi …
Kistan úr nunnuklaustrinu ber m.a. Maríustyttu. Henni fylgir góður andi að sögn Heiðu. Árni Sæberg

Heiða Björg Bjarnadóttir er eigandi Myconceptstore. Hún hefur stórfínt auga fyrir klassískum hlutum og hefur ferðast víða og sankað að sér fágætum gersemum. Svo sem kistu úr nunnuklaustri og Maríustyttum. 

Hvaða þýðingu hefur heimilið fyrir þér?

„Fyrir mér er heimilið sá staður þar sem allir einstaklingar heimilisins geta átt sinn stað og sína stund og notið skemmtilegra stunda saman.“

Það er gott flæði og rómantísk lýsing á heimili Heiðu.
Það er gott flæði og rómantísk lýsing á heimili Heiðu. Árni Sæberg

Hvað skiptir þig mestu máli heima fyrir?

„Að heimilið sé notalegt og kósý og að þar líði öllum vel.“

Skrautlegir bollar inn í gler dómi er fágætt skraut.
Skrautlegir bollar inn í gler dómi er fágætt skraut. Árni Sæberg

Bakarðu heima?

„Já það gerist öðru hvoru, skinkuhorn eru í sérstöku uppáhaldi hjá strákunum mínum.“

Hvað keyptir þú þér síðast inn á heimilið?

„Ég keypti æðislega antik ljósakrónu sem ég var búin að horfa á í langan tíma hjá henni Fjólu vinkonu minni í Antíkhúsinu á Skólavörðustíg. Þar er alltaf eitthvað spennandi að finna og ég hef keypt hjá henni ýmsar gersemar í gegnum tíðina. Ég hef einnig ferðast mikið og keypt inn fyrir verslunina mína Myconcepstore og á þessum ferðalögum i gegnum árin hef ég rekist á ýmsa skemmtilega muni sem eru oft vandfundnir sem prýða nú heimili mitt eins og gömul vínsmökkunar-borð frá Frakklandi. 100 ára gamla antikkúpla frá Belgíu, skrifborð, spegla, kistur og maríustyttur sem eru í miklu uppháhaldi.“

Antík ljósakróna sem Heiða festi kaup á nýverið.
Antík ljósakróna sem Heiða festi kaup á nýverið. Árni Sæberg
Maríustyttan kemur vel út í stílhreinu eldhúsinu.
Maríustyttan kemur vel út í stílhreinu eldhúsinu. Árni Sæberg

Áttu þér uppáhalds horn eða svæði í húsinu?

„Þar sem ég vinn mikið heima eyði ég þónokkrum tíma á skrifstofunni en stofan er líka í miklu uppáhaldi.“

Skrifstofan er mikið notuð á heimili Heiðu.
Skrifstofan er mikið notuð á heimili Heiðu. Árni Sæberg
Hér mætast gamli og nýji tíminn.
Hér mætast gamli og nýji tíminn. Árni Sæberg
Heiða hefur mikið auga fyrir litum.
Heiða hefur mikið auga fyrir litum. Árni Sæberg

Hvernig kjarnar þú þig heima fyrir?

„Mér finnst mjög notalegt að sitja í stofunni með góðan kaffibolla og hella mér í bækur og tímarit og þar verða margar hugmyndir til.“

Ást og bækur og borði.
Ást og bækur og borði. Árni Sæberg

Áttu hugleiðslu- eða tilbeiðsluhorn?

„Já, í svefnherberginu hjá mér er gömul kista frá nunnuklaustri í Belgíu og þessi gamla kista er mér mjög kær og það er einhver notaleg stemming í kringum hana.“

Fullkomin lýsing við huggulegan lit á vegg sem dregur fram …
Fullkomin lýsing við huggulegan lit á vegg sem dregur fram litinn í viðnum. Árni Sæberg
Í svefnherberginu hjá Heiðu.
Í svefnherberginu hjá Heiðu. Árni Sæberg
Maríu stytturnar hennar Heiðu er fallegar.
Maríu stytturnar hennar Heiðu er fallegar. Árni Sæberg

Ertu að tileinka þér eitthvað nýtt þegar kemur að heimilinu?

„Nei ég get ekki sagt það, ég skipti lítið út húsgögnum og hlutum, er mjög sátt með það sem ég hef valið inn á heimilið í gegnum tíðina. Ég hef alltaf verið veik fyrir antik og vintage munum, þar er að finna sál og mikinn karakter og það er það sem ég leitast eftir þegar ég vel hluti og húsgögn fyrir heimilið.“

Heiða raðar og setur saman fallega liti og form allsstaðar …
Heiða raðar og setur saman fallega liti og form allsstaðar í húsinu. Árni Sæberg

Áttu þér drauma-hlut eða -verkefni sem þig langar að fara í næst heima?

„Við erum að fara í byggingarframkvæmdir við eigum lóð hér í hverfinu á æðislegum útsýnisstað og eru framvæmdir að hefjast þar í sumar. Erum þessa dagana að klára ýmislegt hér heima fyrir þar sem húsið er að fara á sölu í sumar.“

Hefur heimili þitt breyst með árunum?

„Það hefur lítið breyst, það eru 12 ár síðan að við byggðum húsið og enn í dag er ég mjög sátt með alla hönnun og mér finnst við hafa valið vel þegar kemur að innréttingum og gólfefnum. Það eina sem ég hef breytt er að húsið hefur verið málað í dekkri litum og er grár litur þar í miklu uppáhaldi. Einnig létum við pússa upp parketið á síðasta ári og lita það dökkt og finnst mér það hafa heppnast einstaklega vel enda er hann Björgvin hjá Parket plús sem sá um það verkefni alveg frábær í því sem hann gerir.“

Bekkur í æðislegum lit, skoðið hvernig liturinn á veggnum passar …
Bekkur í æðislegum lit, skoðið hvernig liturinn á veggnum passar fullkomlega við húsgagnið. Árni Sæberg

Af hverju býrðu þar sem þú býrð?

„Ég er uppalin í Mosfellsbænum og flutti í Kópavoginn tvítug þegar foreldrar mínir vildu flytja aftur þangað á sínar æskuslóðir. Ég keypti svo stuttu síðar mína fyrstu íbúð í Kópavogi og hef verið þar síðan. Ég gæti hins vegar vel hugsað mér að búa í miðbæ Reykjavíkur og sé fyrir mér að færa mig þangað eftir nokkur ár þegar rétta húsnæðið býðst.“

Manstu eftir húsi eða stað sem þú komst á í æsku sem hefur áhrif á hvernig þú hugsar um heimili í dag?

„Ég get ekki sagt að það sé hús eða staður en amma mín heitin, hún Guðbjörg Aðalheiður, var mikil listakona og ég tel mig hafa erft ýmislegt listrænt frá henni sem mótar mitt heimili í dag.“

Hvernig manneskja ertu heima fyrir?

„Ég vinn mikið heima en held að ég sé bara eins á báðum stöðum. Nokkuð „tjilluð“ og er ekki alltaf að stressa mig á því þótt hlutirnir séu ekki alltaf í röð og reglu.“

Lestu bækur?

„Já ég les frekar mikið og hef aukið það með árunum ef eitthvað er en er þessa stundina að lesa Biðin eftir Róbert Capa eftir Susana Fortes.“

Það er ekki sama hvernig maður raðar saman bókum.
Það er ekki sama hvernig maður raðar saman bókum. Árni Sæberg
Heiða hefur verið að safna að sér fágætum hlutum lengi.
Heiða hefur verið að safna að sér fágætum hlutum lengi. Árni Sæberg
Það má nota fallegar töskur sem prýði á heimilinu.
Það má nota fallegar töskur sem prýði á heimilinu. Árni Sæberg
Stemningin breytist með góðum plötum.
Stemningin breytist með góðum plötum. Árni Sæberg
Bækur eru víða á heimili Heiðu.
Bækur eru víða á heimili Heiðu. Árni Sæberg






Einstakur sófi á heimili Heiðu.
Einstakur sófi á heimili Heiðu. Árni Sæberg
Herbergi með ljósum lit og gráum tón.
Herbergi með ljósum lit og gráum tón. Árni Sæberg
Hér er leikið sér með ýmis tímabil. En allt smellpassar …
Hér er leikið sér með ýmis tímabil. En allt smellpassar saman. Árni Sæberg
Staðsetning mynda getur verið skemmtileg.
Staðsetning mynda getur verið skemmtileg. Árni Sæberg
Borðstofan rúmar 10 manns við sitjandi borðhald.
Borðstofan rúmar 10 manns við sitjandi borðhald. Árni Sæberg
Tónlist skipar miklu hlutverki inn á heimilinu.
Tónlist skipar miklu hlutverki inn á heimilinu. Árni Sæberg
Allir hlutir eiga sinn stað á heimilinu.
Allir hlutir eiga sinn stað á heimilinu. Árni Sæberg
Einfalt og fallegt skraut.
Einfalt og fallegt skraut. Árni Sæberg
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál