Frábærir þættir um innanhússhönnun á Netflix

Eldhúsið í Essex.
Eldhúsið í Essex. Netflix

Þættirnir Amazing Interiors komu nýverið á Netflix en þeir fjalla um einstaka innanhússhönnun. Tólf þættir eru í seríunni sem framleidd er af Netflix. Í þáttunum er skoðað inn í hús sem líta venjulega út að utan en eru eins og ævintýraveröld að innan. 

Eigendur húsanna hafa margir hverjir eytt háum upphæðum í að breyta húsum sínum. Þar á meðal er John sem býr í Essex á Bretlandi. Hann hefur eytt 25 árum í að breyta húsi sínu í hálfgerða tímavél en öll 13 rými hússins eru í stíl frá mismunandi tímum. Eldhúsið er í til að mynda hannað með sjötta áratug 20. aldar í New Orleans í huga. 

Húsin í þáttunum eru eins margbreytileg og þau eru mörg, en meðal húsanna sem eru skoðuð eru bátur, kirkja og hús með fossi í svefnherberginu. Þættirnir eru aðgengilegir á Netflix og fleiri myndir má sjá hér.

Lúxusíbúð í Hollandi.
Lúxusíbúð í Hollandi. Netflix
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál