H&M Home-verslun opnuð á Íslandi

Fagurkerar landsins munu hoppa hæð sína 12. október því þá opnar sænska móðurskipið H&M bæði hefðbundna verslun í miðbæ Reykjavíkur og líka H&M Home. Verslanirnar verða á Hafnartorgi sem er nýr verslunarkjarni við höfnina í 101. 

Dirk Roennefahrt, svæðisstjóri H&M á Íslandi og í Noregi.
Dirk Roennefahrt, svæðisstjóri H&M á Íslandi og í Noregi.

„Verslunin verður um 2.400 fermetrar að stærð og á tveimur hæðum, full af sjálfbært framleiddum tísku- og gæðavarningi á hagkvæmasta verðinu. H&M er fyrsta verslunin sem verður opnuð í verslunarkjarnanum á Hafnartorgi og mun státa af úrvali af nýjustu tísku í bland við tímalausa klassík og veita þannig viðskiptavinum innblástur til að skapa sinn eigin persónulega stíl,“ segir í fréttatilkynningu frá tískurisanum. 

„Við erum ótrúlega spennt yfir því að vera að opna verslun á glæsilegu nýju svæði í hjarta borgarinnar og kynna í leiðinni H&M Home fyrir Íslendingum. Síðan við opnuðum fyrstu verslun okkar á Íslandi hafa móttökurnar farið fram úr björtustu vonum og nú bætist H&M Home við. Við erum virkilega spennt fyrir framtíðinni og öllu því sem koma skal,“ segir Dirk Roennefahrt, svæðisstjóri H&M á Íslandi og í Noregi.

H&M Home er þekkt fyrir skrautmuni fyrir heimilið og það sem hefur gert verslunina eftirsótta er hvað verðið er gott. Þeir eru til dæmis með mikið af fallegum púðum, myndarömmum, sængurverum, kertum og öllu því sem skapar hlýleika inni á heimilinu.

Geometrísk form eru eitt af aðalatriðum í tísku haustsins, ásamt dramatískum og grípandi skreytingum og svokallaðri litablokkun þar sem skærir litir ráða ríkjum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál