Keyptu hús með rakaskemmdum

Heiðrún Björk Guðjónsdóttir lögmaður svarar spurningum lesenda Smartlands. Hér fær hún spurningu frá manni sem keypti 14 ára gamalt hús í vor. Í húsinu reyndust vera rakaskemmdir og leitar konan ráða hjá lögmanninum. 

Sæl 

Ég og konan mín keyptum 14 ára gamalt hús í vor. Vegna mikillar umræðu um myglu og skoðunarskyldu kaupenda fengum við fyrirtæki út í bæ sem sérhæfir sig í að skoða slíkt til þess að fara yfir húsið. Allt kom vel út úr þeirri skoðun og við keyptum húsið. Þegar við byrjuðum svo að vinna almennilega í húsinu komst ég fljótlega að því að í húsinu voru rakaskemmdir. Ég er ekki viss um að við hefðum keypt húsið ef fagmaðurinn sem tók út húsið hefði komist að þessu, að minnsta kosti hefðum við boðið mun lægra í húsið. Okkur finnst þetta ansi ósanngjarnt þar sem við gerðum allt sem í okkar valdi stóð til að komast að þessu áður en við buðum í húsið. Berum við virkilega alla ábyrgð á þessu sem kaupendur?

Kv. húseigandinn

Heiðrún Björk Gísladóttir lögmaður.
Heiðrún Björk Gísladóttir lögmaður. mbl.is/Valgarður Gíslason

Sæll húseigandi. 

Það var skynsamlegt hjá ykkur að fá sérstakan skoðunaraðila áður en þið gerðuð tilboð í fasteignina. Ég er þeirrar skoðunar að það ætti að vera mun meira um það hér á landi að fasteignir séu skoðaðar af fagaðilum áður en gengið er frá fasteignakaupum.

Það er rétt hjá þér að samkvæmt lögum um fasteignakaup hvílir skylda á kaupendum fasteigna að skoða hana áður en kaup eru gerð. Nánar tiltekið getur kaupandi ekki borið fyrir sig galla á fasteigninni sem hann hefði átt að þekkja til áður en kaupsamningur er gerður, þ.e. galli sem kaupandi hefði mátt sjá við skoðun á fasteigninni. Vanræki kaupandi að sinna skoðunarskyldu sinni fyrirgerir hann jafnframt þeim rétti sínum. Nú er ekki skýrt af þinni fyrirspurn þinni hvaða framkvæmdir þið fóruð í sem leiddu í ljós rakaskemmdir á fasteigninni.

Ef skemmdirnar voru huldar húsgögnum við skoðun eða undir parketi þá er eðlilegt að þær hafi ekki sést. Ég velti því hins vegar fyrir mér hvort að skoðunaraðilinn sem þið fenguð hefði ekki átt að sjá þessar skemmdir. Mögulega kom hann þó einungis til að kanna hvort að mygla væri í fasteigninni en raki og mygla eru þó auðvitað nátengd fyrirbæri. Í rauninni er hann ákveðin framlenging af ykkur og það eru líkur á því að þar sem um er að ræða sérfróðan aðila að talið yrði að þið hefðuð átt að sjá slíkt atriði við skoðunina.

Það er almennt svo við fasteignakaup að það vegast á skoðunarskylda kaupanda fasteignar og upplýsingaskylda seljanda. Ég veit ekki hversu umfangsmiklar þessar rakaskemmdir eru sem þú varðst var við í fasteigninni. Sú regla gildir að notuð fasteign telst ekki gölluð nema að ágallinn rýri verðmæti hennar svo nokkru varði eða að seljandi hafi sýnt af sér saknæma háttsemi. Í framkvæmd hefur sú regla myndast að gallinn þarf að rýra verðmæti fasteignarinnar um u.þ.b. 10%, þ.e. að notuð fasteign telst almennt ekki gölluð nema að gallinn verði metinn til um 10% af verðmæti fasteignarinnar. Þessi hlutfallstala er ekki algild og tekur m.a. mið af aldri fasteignar.

Á hinn bóginn telst fasteign almennt gölluð samkvæmt lögum um fasteignakaup ef seljandi hefur ekki sinnt upplýsingaskyldu sinni, hvað sem líður 10% viðmiðinu. Hafi seljandi fasteignarinnar því vitað af þeim rakaskemmdum sem þú lýsir hvíldi á honum lagaskylda um að upplýsa ykkur um þær áður en þið gerðuð tilboð í fasteignina eða samningar tókust á með ykkur. Á seljanda hvílir sú skylda, burtséð frá skoðunarskyldu kaupanda, að upplýsa væntanlega kaupanda fasteignar um hvaðeina sem hann má telja að kaupandi þurfi að vita um fasteignina. Samkvæmt fræðimönnum á þessu sviði skal seljandi fasteignar því frekar upplýsa væntanlega kaupanda um meira en minna og betra er fyrir hann að taka enga sénsa í þessum efnum. Hafi seljandi því vitað af umræddum rakaskemmdum er alveg ljóst að á honum hvíldi skylda að upplýsa ykkur um það áður en kaupsamningur tókst um fasteignina.

Hafi seljandi fasteignarinnar ekki vitað um þennan galla á fasteigninni og hann ekki sjáanlegur við skoðun ber seljandi fasteignarinnar ekki ábyrgð nema að gallinn nái áðurnefndum gallaþröskuldi.

Í grunninn skiptir því miklu máli hvort að þessar skemmdir séu þess eðlis að seljandi ykkar hafi mátt vita af þeim eða ekki og hvort að mögulegt hafi verið fyrir ykkur eða skoðunarmann ykkar að sjá gallann við skoðun. Sé hið síðarnefnda raunin er ólíklegt að þið eigið einhvern rétt gagnvart seljanda ykkar. Að öðrum kosti hvet ég þig til að hafa samband við lögmann sem skoðar málið með ykkur út frá öllum hliðum.

Kær kveðja, 

Heiðrún Björk Gísladóttir lögmaður. 

Liggur þér eitthvað á hjarta? Þú getur sent Heiðrúnu spurningu á smarland@mbl.is

mbl.is

Á eftirlaunum að greiða neysluskuldir sonar

20:00 Ég er með spurningu. Málið er að ég eftirlét syni mínum veð vegna neyslulána (ekki lyfja). Hann hefur lifað flott og um efni fram. Hann bjó hjá kærustunni sinni og lifði á yfirdrætti. Meira »

Varalitirnir sem draga úr hrukkum

17:30 Þegar ég opnaði svartan og glansandi kassann birtust mér sex gulllituð varalitahulstur sem hver innihéldu tæran, bjartan lit. Pakkningarnar gáfu strax til kynna að þarna væri um að ræða varaliti sem væru stigi fyrir ofan hina hefðbundnu varalitaformúlu. Meira »

Frosti Logason á lausu

13:30 Frosti Logason stjórnmálafræðingur og útvarpsstjarna á X-inu er á lausu eftir að upp úr sambandi hans og Helgu Gabríelu Sigurðardóttur slitnaði. Meira »

Kulnun og átta átta átta aðferðin

10:31 „Til að okkur líði sem best er afar mikilvægt að við sköpum okkur jafnvægi í lífinu og 8-8-8 reglan er bara regla sem virkar vel inn í þessar aðstæður þó að kannski þurfi fleiri þættir að koma inn og spila með, en þó að við gætum bara farið eftir þessari einu reglu erum við þó að minnka álagið töluvert og erum að ná töluverðum árangri.“ Meira »

Er komið í tísku að vera á lausu?

05:00 Margir halda að sambönd séu ávísun á sjálfstraust, en rannsóknir sýna að svo sé ekki. Svo síður sé í raun og veru. Í raun sýna rannsóknir að ef samband endar á innan við ári verður sjálfstraust fólks minna en ef það er áfram á lausu. Meira »

Mistök sem menn í opnum samböndum gera

í gær Það er að verða algengara að fólk kjósi að vera í opnum samböndum. Það hentar ekki öllum að vera bara með einn maka en ef formið á að virka þurfa allir aðilar vera samþykkir og passa þarf algeng mistök. Meira »

Fékk bólur þegar hún hætti á getnaðarvörn

í gær Eiginkona Hafþórs Júlíusar, Kelsey Henson, varð óvenjuslæm í húðinni þegar hún flutti til Íslands. Hún reyndi að fela bólurnar með farða sem gerði illt verra. Meira »

Pakkar niður og samgleðst Aroni Einari

í gær Kristbjörg er að taka til og sortera en fjölskyldan flytur til Katar í sumar. Þau eru á fullu að leita að húsnæði en draumahúsið er ekki fundið. Meira »

Bergþór Pálsson „féll“ í gær

í gær Bergþór Pálsson hefur í heilt ár hugsað mjög vel um heilsuna og gætt þess vel að vera nánast sykurlaus. Í gær féll hann.   Meira »

Íbúðir sem voru þyngri í sölu seljast betur

í gær Aron Freyr Eiríksson, fasteignasali hjá Ási fasteignasölu, segir að fólk sækist mikið í sérbýli með aukaíbúð þessi misserin.  Meira »

Ertu að spreyja ilmvatninu rétt?

24.3. Nuddar þú saman úlnliðum eftir að hafa spreyjað ilmvatni á þig? Eða reynir þú að spreyja mjög miklu á einn stað til þess að láta ilminn endast á líkama þínum? Meira »

Er hægt að laga æðaslit?

24.3. Ég er með æðaslit á fótleggjunum og það er mjög áberandi. Er að fara til sólarlanda í sumar og langar að láta laga þetta. Er það hægt? Meira »

Geta fundið bestu kjörin í hvelli

24.3. Verðsamanburður hjá Aurbjörgu getur hjálpað notendum að spara háar fjárhæðir við sölu á fasteign og margar milljónir í afborgunum af lánum. Meira »

„Ég er ungfrú Ísland þú átt ekki séns“

24.3. Alexandra Helga Ívarsdóttir unnusta Gylfa Þórs Sigurðssonar var gæsuð af fullum krafti í gær. Parið ætlar að ganga í heilagt hjónaband á Ítalíu í sumar. Meira »

Fimm hönnunarmistök í litlum íbúðum

24.3. Það er enn meiri ástæða til að huga að innanhúshönnun þegar íbúðirnar eru litlar. Ekki fer alltaf saman að kaupa litla hluti í litlar íbúðir. Meira »

Er nóg að nota farða sem sólarvörn?

24.3. „Ég er að reyna að passa húðina og gæta þess að fá ekki óþarfa hrukkur. Nú eru margir farðar með innbyggðu SPF 15. Er nóg að nota bara farða sem sólarvörn eða þarf ég líka að bera á mig vörn?“ Meira »

Karlmenn vilja helst kynlíf á morgnana

23.3. Klukkan sex mínútur í átta vilja karlmenn helst stunda kynlíf en ekki er hægt að segja það sama um konur.   Meira »

Eignir sem líta vel út seljast betur

23.3. Við val á fasteign er gott að skoða hversu auðvelt er að komast til og frá vinnu. Bílskúr eða kjallaraherbergi sem nýta má sem íbúðareiningu og leigja út getur létt greiðslubyrðina. Meira »

Langar að fela síma kórsystra sinna

23.3. „Ég hef sungið í kirkjukór síðan ég fór að hafa tíma til þess frá börnunum og það gefur mér mjög mikið. En mér finnst mjög óviðeigandi að sjá ungu konurnar í kórnum vera á Facebook í símunum sínum þegar presturinn er að prédika.“ Meira »

Tíu hjónabandsráð Joan Collins

23.3. Hin 85 ára gamla Joan Collins hefur verið gift fimm sinnum yfir ævina. Hún segir að eitt af lykilatriðunum þegar kemur að hamingjusömu hjónabandi sé að standa alltaf við bakið á maka sínum. Meira »

Hræðileg kynlífsreynsla karla

23.3. Kynlíf gengur ekki alltaf jafn vel fyrir sig og þaulæfð atriði á sjónvarpsskjánum. Menn hafa verið bitnir, klóraðir til blóðs og jafnvel endað uppi á spítala. Meira »
Meira píla