Kristborg Bóel losar sig við 300 hluti

Krisborg Bóel Steindórsdóttir ætlar að losa sig við 300 hluti ...
Krisborg Bóel Steindórsdóttir ætlar að losa sig við 300 hluti í desember.

Kristborg Bóel Steindórsdóttir blaðamaður á Austurfrétt, rithöfundur, bloggari, sjónvarpskona og Instagram-stjarna ákvað að færa sjálfri sér aðeins öðruvísi jóladagatal í ár. 

„Í desembermánuði mun ég í heildina losa mig við 300 hluti af heimilinu, hluti, föt eða annað sem ekki hefur lengur hlutverk hjá okkur og eiga skilið að eignast innihaldsríkara framhaldslíf annarsstaðar.

Hugmyndina fékk ég þegar ég tók viðtal fyrir Austurfrétt við Ágústu Margréti Árnadóttur á Djúpavogi en hún hún ætlar að losa 2100 hluti af sínu heimili í desember.

Vel þekkt er innan þeirra sem að aðhyllast svokallaðan minimalískan-lífsstíl, að fara reglulega í gegnum eigur sínar og grynnka á þeim með markvissum hætti. Þá er algengt að fólk velji ákveðinn mánuð og losi sig við einn hlut fyrsta dag hans, tvo hluti annan daginn og svo framvegis þangað til mánuðurinn er liðinn. Ágústa kaus að hjóla í þetta í desember og gera úr því hálfgert jóladagatal í leiðinni, þar sem aðfangadagur verður síðasti dagurinn. Hún ákvað að taka þetta skrefinu lengra og margfalda með sjö, einn skammt fyrir hvern heimilismeðlim, í heildina 2100 hluti.

Ég ætla aðeins að losa um „eina einingu“ þrátt fyrir að við búum fleiri á heimilinu að staðaldri. Ég ákvað líka að snúa tölfræðinni við, ég losaði 24 hluti 1. desember, 23 hluti 2. desember og svo koll af kolli þar til á aðfangadag þegar ég kveð einn hlut. Mér fannst sú leið henta mér betur, að vera með meiri þunga í yfirferðinni fyrri hluta mánaðarins,“ segir Kristborg Bóel.  

Hvers vegna ákvaðstu að gera þetta?

„Ég hef síðustu mánuði meðvitað reynt að einfalda líf mitt og draga úr streitu. Í því tilliti hefur mér þótt gott að einfalda mitt nánasta umhverfi sem er heimilið mitt. Ég fann fyrst almennilega fyrir þeirri þörf eftir að ég skildi haustið 2015, að ég vildi bara halda eftir hlutum og dóti sem ég væri að nota, mér þættu fallegir og skiptu mig máli. Þá fór ég markvisst í gegnum mest allt dótið mitt, auk þess sem ég hef flutt oftar en góðu hófi gegnir undanfarin ár og alltaf losað eitthvað í hvert skipti. Ég átti því ekki mikið umfram-magn af dóti núna, en það er ótrúlegt hvað safnast þó bara á tveimur árum og ég veit að ég á eftir að fara létt með að klára þetta 300 hluta markmið. Svo er ég ekta steingeit, enda fædd 2. janúar, á sjálfan vörutalningadaginn. Það stjörnumerki hefur verið kennt við mikið skipulag og ég tengi vel við það, mér líður best ef ég hef yfirsýn yfir heimilið mitt, veit hvað ég á og hvar hlutirnir eru.“

Þessi tiltekt er rétt að byrja, hvernig líður þér með þetta? Hverju mun þetta skila?

„Í rauninni er ég rétt tæplega hálfnuð í dag vegna þess að ég snéri kerfinu við og byrjaði á því að losa 24 hluti og vinn mig svo niður, en ég er því búin að koma 147 hlutum í ferli.

Mér líður mjög vel með þetta, en við erum eins misjöfn og við erum mörg, það sem hentar mér er alls ekki það sem hentar einhverjum öðrum. Sumir vilja hafa mikið í kringum sig og það er bara frábært, en það hentar mér hins vegar ekki lengur.

Ég var einmitt spurð að því um daginn hvort ég myndi þá núna bara losa mig við allt sem mér væri gefið. Það er alls ekki þannig og ég er ekki að losa mig við hluti bara til þess að losa mig við hluti. Það er ekki þannig að ég ætli ekki að eiga neitt lengur, hætta að taka við gjöfum eða kaupa mér það sem vantar inn á heimilið. Ég er ekki að stefna að því að íbúðin mín sé að verða eins og skurðstofa með tóma veggi og bara ein stáltöng á borðinu. Engan vegin. Ég er mikil heimilismanneskja og finnst gaman að koma mér fyrir og gera heimilið að þeim griðarstað fyrir fjölskylduna sem hann á að vera. Það er þó alltaf mitt að velja hvað ég vil hafa í umhverfi mínu alla daga og ég vel að halda því sem við erum að nota, okkur finnst fallegt eða veitir okkur gleði.

Þegar ég tala um „hluti“ þá hefur það víða merkingu í þessu samhengi. Það geta verið föt sem annað hvort eru slitin eða heimilismeðlimir hættir að nota. Einnig leikföng sem ekki eru lengur í notkun eða þá skemmd. Það geta verið hlutir til heimilishalds, en ég þarf til dæmis ekki að eiga fimm trésleifar. Götóttir sokkar, of litlir skór, rifið teygjulak eða hálftómar túbur með útrunnu kremi og svo framvegis.

Núna þegar yfirferðin er hálfnuð er ég búin að fara yfir öll rými og skápa í íbúðinni minni, að unglingaherbergjunum undanskildum, þau bara gera þetta á sínum forsendum, hafi þau áhuga á því. Einnig hef ég farið einstaka ferðir í geymsluna og þar bíður mín verðugt verkefni. Hvað þarf kona til dæmis að eiga mörg skrúfjárn af sömu stærð? Já og af hverju á ég fimmtán skrúfjárn? Hvað ætla ég líka að flytja oft með fullan kassa af snúrum sem ég hef ekki notað í fimm ár og veit ekki einu sinni af hverju eru?

Enn sem komið er hefur ekkert farið í ruslið nema fjögur uppþornuð naglalakksglös. Hitt er á leiðinni í Rauða krossinn, bæði hlutir og lín. Einn poki er á leiðinni í hjálparstarf kirkjunnar sem var að auglýsa eftir betri fötum á börn og fullorðna. Útiföt sem hafa legið ónotuð um hríð sendi ég í gistiskýlið í Reykjavík sem var að auglýsa eftir slíku. Það er því engin spurning að út frá mínum bæjardyrum séð er þetta „win-win situation“ – ég kem umhverfi mínu í það horf sem ég vil hafa það og vonandi kem þeim hlutum sem ég vil kveðja á stað sem þeir nýtast betur á.

Ég finn töluverðan áhuga á þessum málum í samfélaginu sem og að fólk er að leggja sig fram um að einfalda jólahátíðina til muna. Ég hef skrifað um hvort tveggja á bloggsíðunni minni og svo sýni ég daglega frá hreinsunareldinum á Instagramsíðunni minni og þar í geng hafa nokkrir hlutið öðlast nýtt líf síðustu daga,“ segir Kristborg Bóel. 

View this post on Instagram

Að læra að elska sjálfan sig er dýrmætasta lexían. Með hækkandi aldri hef ég lært að láta álit og skoðanir annarra ekki hafa áhrif á mig. Ég er sátt í eigin skinni, elska sjálfa mig og er með því besta fyrirmyndin fyrir börnin mín. Ef við elskum ekki okkur sjálf höfum við ekkert að gefa öðrum. Hamingjan sprettur innanfrá ❤️

A post shared by K r i s t b o r g B ó e l (@boel76) on Sep 7, 2018 at 3:23pm PDT

mbl.is

Kynlífið er alltaf eins

Í gær, 22:00 „Við stunduðum gott kynlíf þangað til fyrir nokkrum mánuðum þegar mér fannst við vera gera það sama aftur og aftur.“  Meira »

Þórdís Kolbrún skar sig úr í teinóttu

Í gær, 19:00 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra mætti í teinóttri dragt á Viðskiptaþing sem haldið var á dögunum. Meira »

Frönsk fegurð undir áhrifum New York

Í gær, 17:00 „Það er draumi líkast að við fáum að hanna snyrtivörulínu í samstarfi við svo þekkt lúxusmerki í snyrtiheiminum,” segja Jack McCollough og Lazaro Hernandez en þeir eru stofnendur og aðalhönnuðir bandaríska tískuhússins Proenza Schouler. Meira »

Ekki gera þessi mistök í hjónaberberginu

Í gær, 13:00 Gunna Stella útskýrir hvers vegna okkur líður oftar en ekki betur á hótelum en hér eru nokkrar ástæður.   Meira »

Ragnheiður selur 127 milljóna hús

Í gær, 09:44 Ragnheiður Arngrímsdóttir flugmaður og ljósmyndari hefur sett sitt fallega hús í Tjarnarbrekku á sölu.   Meira »

Sjö merki um að hann elski þig

Í gær, 05:00 Er hann ekki búinn að segja þér að þú sért sú eina sanna? Það þarf þó ekki að þýða að hann elski þig ekki.   Meira »

Ertu bara „rebound“?

í fyrradag Er elskhugi þinn bara að nota þig til þess að komast yfir fyrrverandi maka? Vill hann halda sambandinu hversdagslegu og talar í sífellu um fyrrverandi maka? Meira »

Íslenska undrabarnið frá Google mætti

í fyrradag Íslenski ofurhuginn Guðmundur Hafsteinsson sem starfar hjá Google mætti í Iðnó á dögunum. Með honum á myndinni er Þórður Magnússon hjá Eyri Invest. Meira »

Dreymir þig um Vipp-eldhúsinnréttingu?

í fyrradag Danska fyrirtækið Vipp er þekkt fyrir ruslafötur sínar, sápuhaldara og klósetthreinsa. Nú er fyrirtækið komið með eldhúsinnréttingalínu sem hægt er að leika sér endalaust með. Meira »

Þetta bjargar málunum við mígreni

í fyrradag „Í stað þess að grípa til verkjalyfja er því hægt að taka reglulega inn Ginkgo Biloba, sem unnið er úr laufum musteristrésins. Ginkgo Biloba eða musteristrén eru meðal elstu trjátegunda í heimi og elsta tré sem vitað er um í Kína er talið vera allt að 2.500 ára gamalt.“ Meira »

Notkun þunglyndislyfja 30% meiri hér

í fyrradag Íslendingar nota 30% meira af þunglyndislyfjum en næsta Norðurlandaþjóð. Þetta kemur fram í þættinum Lifum lengur.  Meira »

Karl Lagerfeld látinn

í fyrradag Fatahönnuðurinn Karl Lagerfeld er látinn 85 ára gamall. Franskir fjölmiðlar greindu frá því í dag að Þjóðverjinn hefði látist í París. Meira »

8 farðar sem hafa yngjandi áhrif

í fyrradag Svokallaðir ofurfarðar eru frábærir til að spara tíma og stuðla að fallegri húð en þeir búa yfir virkum innihaldsefnum sem bæta ástand húðarinnar til skemmri og lengri tíma. Hér eru átta farðar sem flokka má sem ofurfarða. Meira »

Svona býr Linda Baldvinsdóttir

í fyrradag Linda Baldvinsdóttir markþjálfi flutti í Bryggjuhverfið síðasta sumar og hefur komið sér vel fyrir. Hún málaði allt í sínum litum og elskar að hafa það huggulegt. Meira »

Sátt við sjálfa sig án fyllinga

18.2. Courtney Cox átti mjög erfitt með að sætta sig við að eldast og lét eiga við andlit sitt þannig að hún hætti að þekkja sjálfa sig í spegli. Meira »

Daníel Ágúst mætti með hlébarðaklút

18.2. Myndlistakonan Ásdís Spanó opnaði um helgina einkasýninguna Triangular Matrix. Sýningin verður í Grafíksalnum og er opin frá 16. febrúar til 3. mars 2019. Meira »

Svona er æskuheimili Birkis Más

18.2. Landsliðsmaðurinn Birkir Már Sævarsson var alinn upp í Eskihlíð 14 í 105 Reykjavík. Hann spilaði sinn 88. leik með landsliðinu á dögunum og var valinn íþróttamaður Vals um áramótin. Meira »

Stal Wintour stílnum frá Heiðrúnu Önnu?

18.2. Heiðrún Anna stal senunni í bláum leðurkjól í Söngvakeppninni um helgina. Daginn eftir var frú Anna Wintour mætt í bláa leðurkápu. Meira »

Lindex lokar í þrjá daga

18.2. Sænska móðurskipið Lindex hefur verið í átta ár í Smáralind en nú mun verslunin loka í þrjá daga vegna endurbóta.   Meira »

Róbert Wessman fluttur í Arnarnesið

18.2. Róbert Wessman forstjóri Alvogen er fluttur í Arnarnesið í Garðabæ ásamt unnustu sinni Kseniu Shakhmanova.  Meira »

Muhammad Ali bjó í höll

18.2. Einn frægasti íþróttamaður allra tíma bjó í afar íburðarmiklu glæsihýsi á níunda áratugnum.   Meira »