Hvíta jólatréð lifir enn góðu lífi

Hödd Vilhjálmsdóttir er komin í jólaskap.
Hödd Vilhjálmsdóttir er komin í jólaskap. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Hödd Vilhjálmsdóttir lögfræðingur og almannatengill á afmæli 21. desember og því eru jólin svolítið hennar tími þótt hún vilji ekki kannast við það að vera mesta jólabarn í heimi. 

Þegar ljósmyndara bar að garði var búið að skreyta hátt og lágt heima hjá Hödd og dætrum hennar tveimur á þeirra fallega heimili í Reykjavík. Hödd segist alltaf vera að reyna að hafa jólaundirbúninginn stresslausan og einfaldan en það takist kannski ekki alveg alltaf.

– Ertu mikið jólabarn?

„Andlitið á mér væri nú líklega ekki undir orðinu jólabarn í orðabók en ég er alls enginn Grinch heldur. Ég hef gaman af jólunum og mér þykir desember alltaf nokkuð skemmtilegur mánuður. Mér finnst jólahátíðin sjálf krúttleg og er yfirleitt afskaplega væmin yfir hátíðina og knúsa fólkið mitt vel og mikið,“ segir Hödd.

– Hvað kemur þér í jólaskap?

„Jólaskraut, jólalög og Baggalútstónleikar. Svo er yndislegt að fylgjast með spennunni hjá stelpunum þegar þær opna dagatölin á morgnana en súkkulaði í morgunmat er víst eitthvað sem má í desember. Eins veit maður að sveinki er mættur til byggða þegar sú yngri fer að rífa mann upp á bossanum um sexleytið á morgnana. Þetta er allt skemmtilegt og ekki má gleyma snjónum en það er fátt hátíðlegra en hvít jól. Svo er alltaf eitthvað við það þegar maður kveikir á útvarpinu og heyrir klukkurnar hringja klukkan sex á aðfangdag,“ segir hún.

– Hvernig skreytirðu fyrir jólin?

„Ég keypti jólatré fyrir 12 árum sem er risavaxið og hvítt. Er alltaf að reyna að selja stelpunum mínum hugmyndina að hafa lifandi grænt tré en það hefur gengið brösuglega. Við höfum verið með mjög litríkt skraut á þessum tólf árum en fórum milliveginn í ár, þær héldu trénu og við fengum okkur aðeins dempaðra skraut,“ segir hún.

Þegar kemur að því að leggja á borð fyrir aðfangadag segist Hödd vera mikið fyrir filt, kopar og vínrautt. Borðið í ár ber þess merki.

„Ætli það sé ekki bara svolítið rómantískt þema í ár,“ segir hún.

– Hvaðan kemur stellið?

„Stellið er frá Broste og keypt í Húsgagnahöllinni. Hef alltaf verið með hvítt stell um jól en ákvað að gæja aðeins rómantíkina á skreytingunum upp með dökku stelli.“

– Hvað finnst þér skipta máli þegar lagt er á borð?

„Að mér og mínum þyki það fallegt og það fari vel um alla við borðið. Svo er auðvitað þrælmikill kostur að maturinn sem lagður er á borðið sé ætur og eldaður í rólegheitum en ekki einhverju stressi. Ég lærði líka af ágætum manni að maður á alltaf að vera með tauservíettur. Ég er nú kannski ekki sú hlýðnasta, en þessu hlýði ég.“

– Hvernig er heimilissmekkur þinn og endurspeglar hann jólaskreytingar?

„Heimilissmekkurinn minn einkennist af svörtum, gráum, svarbrúnum og hvítum tónum. Ég er samt eitthvað að mýkjast og það dettur inn einn og einn hlutur í lit, síðast bleik motta sem sómir sér mjög vel í stofunni. Jólaskrautið í ár tekur mið af þessari auknu mýkt í litavali. Kannski enda ég bara í bleikum síðkjól, með perlufesti um hálsinn og fléttur í hárinu á aðfangadag. Hver veit.“

– Hvenær byrjar þú yfirleitt að skreyta?

„Í lok nóvember, byrjun desember. Ég gerði samt þau hrikalegu mistök að setja pakkana mjög snemma undir tréð fyrir nokkrum árum. Það var alls ekki sterkur leikur því litla stelpan mín átti mjög erfitt með þetta og skildi ekkert að hún fengi ekki að opna pakkana strax. Það er skemmst frá því að segja að ég fjarlægði pakkana og mun aldrei gera þessi mistök aftur. Svo lengi lærir sem lifir.“

Ertu með sérstakt þema á hverju ári eða notarðu sama skrautið aftur og aftur?

„Þemað var alltaf mjög litríkt amerískt jólaskraut frá Department 56 en í ár er það gullið og koparinn sem er mest áberandi. Henti mér einn daginn í Húsgagnahöllina eftir að ná að semja við stelpurnar um að geyma litríku snjókallana og jólasveinana aðeins. Var með lítinn hjálparkokk með mér og þótt það hafi ekki verið planið enduðu nú nokkrar dökkbláar jólastjörnur á trénu okkar. Það verða allir að vera sáttir og skrautið vekur lukku hjá okkur stelpunum.“

- Hvernig hugsar þú um þig í desember?

„Ég reyni að vera dugleg að hreyfa mig og stressa mig ekki að óþörfu vegna jólanna. Það er nú einu sinni þannig að þau koma alltaf og ef maður endar á náttbuxunum þá er það bara allt í lagi. Ég legg upp úr því að njóta og á einmitt fallega minningu þar sem mamma var lasin og við tvær og bróðir minn tókum ákvörðun um að vera bara á náttfötunum. Þau jól voru yndisleg, stresslaus og minnisstæð.“

– Hvað langar þig í í jólagjöf?

„Ég veit að þetta hljómar eins og klisja en mig langar að vakna glöð í faðmi stelpnanna minna og að við eigum æðislegan dag og ljúft aðfangadagskvöld. Ég á aftur á móti afmæli 21. desember og þá er ég alveg til í tösku, utanlandsferð, konfekt, spa-dag, buxur, skó, kjól, skyrtu, kápu, hálsmen og heimsfrið. Maður biður ekki um mikið,“ segir hún og hlær.

mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari
mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari
mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari
mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari
mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari
Stellið er frá Broste og fæst í Húsgagnahöllinni.
Stellið er frá Broste og fæst í Húsgagnahöllinni. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari
mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari
mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari
mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari
mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Þessar eru ekki lengur á lausu

09:00 Það hefur greinilega borgað sig fyrir þessar íslensku konur að vera á lista Smartlands yfir eftirsóknarverðustu einhleypu konur landsins í gegnum árin, því margar hverjar eru þær komnar í samband. Meira »

Svona færðu kraftmeira og stærra hár

05:00 Að vera með stórt og mikið hár er oft eftirsóknarvert hjá kvenpeningnum. Lilja Ósk Sigurðardóttir snyrtipenni Smartlands á það til að vera í veseni með hárið á sér en eftir að Baldur Rafn Gylfason eigandi bpro fór mjúkum höndum um hár hennar varð hún eins og konungborin. Ekki veitir af þar sem Lilja Ósk er nýlega komin í lausagang eins og frægt er orðið. Meira »

Kúrkoddinn sem bjargar samböndum

Í gær, 23:00 Það er notalegt að liggja á hliðinni upp við hlið maka síns og „spúna“ eins og það er stundum kallað. Ekki eru allir sem endast lengi í stellingunni eða hvað þá sofa heila nótt þannig enda getur stellingin reynst óþægileg. Meira »

10 ráð til að vernda heilsuna

Í gær, 20:00 „Þessi 10 ráð til að vernda heilsuna geta komið sér vel. Þau eru einföld uppskrift að heilsuvernd sem ætti að henta öllum, einkum og sér í lagi þeim sem vilja njóta góðra lífsgæða út ævina,“ skrifar Guðrún Bergmann í sínum nýjasta pistli. Meira »

Plástur með gimsteinum reddaði dressinu

Í gær, 17:00 Busy Philipps hruflaði á sér hnéð skömmu fyrir viðburð en stílistinn hennar lét útbúa plástur með gimsteinum svo þær þyrftu ekki að velja nýtt dress. Meira »

Íslenska Kúlan í erlendu pressunni

Í gær, 14:00 Bryndís Bolladóttir hönnuður hannaði Kúluna á árunum 2010-2012 en nú er hún farin að vekja heimsathygli. Á dögunum var fjallað um hana í tímaritinu An Interior. Bryndís segir að Kúlan sé ekki bara falleg heldur bæti hún hljóðvist á heimilum og á vinnustöðum. Meira »

Íslensku piparsveinarnir sem gengu út

í gær Það þarf enginn að skammast sín að vera á listanum yfir eftirsóknarverðustu piparsveina landsins, því meirihlutinn af þeim sem hafa verið á listum Smartlands síðustu ár eru gengnir út. Meira »

Algeng hönnunarmistök í stofunni

í gær Hvort sem stofan er lítil eða innistæðan á bankareikningnum lág þarf stofan ekki að líta út fyrir að vera ódýr.   Meira »

Kjóll með eigin Instagram

í fyrradag Þessi kjóll frá Zöru er svo vinsæll að hann er kominn með sinn eigin Instagram-reikning.  Meira »

Flestir fá það í trúboðanum

í fyrradag Stundum er einfaldasta leiðin besta leiðin og það virðist eiga við í svefnherberginu.   Meira »

Framhjáhaldsskandalar tortímdu pörunum

í fyrradag Beyoncé og Jay-Z eru kannski enn saman þrátt fyrir ótrúnað rapparans en það eru ekki öll sambönd í Hollywood sem standast álagið sem fylgir framhjáhaldi. Framhjáhöldin eru fjölmörg en sumir skandalar hafa verið stærri en aðrir. Meira »

Styrkir mæðgnasambandið að stússa í þessu

í fyrradag Mæðgurnar Elísabet Gerður Þorkelsdóttir og Ása Kristín Oddsdóttir hafa einstakan áhuga á garðyrkju, en sú síðarnefnda nam kúnstina af móður sinni sem kom henni á sporið í garðinum við fyrrverandi ættaróðal... Meira »

Ljómandi og frískleg húð í sumar

í fyrradag Björg Alfreðsdóttir, international makeup artist Yves Saint Laurent á Íslandi, er mjög hrifin af náttúrulegri og frísklegri húð yfir sumartímann. Meira »

Hvers vegna var Díana engin venjuleg prinsessa?

14.7. Díana prinsessa braut blað í sögunni þegar hún sagði tryggðarheitin í brúðkaupi sínu og Karls Bretaprins árið 1981.   Meira »

Var 130 kíló: Léttist á því að borða heima

14.7. Við útskrift úr háskóla var áhrifavaldurinn Meghan 130 kíló. Hún grenntist meðal annars með því að telja kaloríur en er í dag ekki hrifin af aðferðinni. Meira »

Notalegasta kynlífsstellingin

13.7. Sumar kynlífsstöður taka meira á en aðrar. Þessi stelling er fullkomin þegar þið nennið ekki miklum hamagangi í svefnherberginu. Meira »

„Barnsmóðir mín notar hörð efni“

13.7. „Ég er búinn að tilkynna þetta til barnaverndar í bæjarfélagi okkar en þeir virðast ekki geta gert neitt. Mér finnst eins og mæður fái betra viðmót með svona upplýsingar til féló heldur en feður. Alla vega er eitthvað gert strax í málunum þegar mæður tilkynna svona...“ Meira »

Gerir þú þessi mistök í þínu sambandi?

13.7. Fólk sem hefur verið í sambandi í langan tíma á það oft til að falla í sömu gildrurnar. Sama hversu einstök við teljum okkur vera þá má sjá mynstur hjá fólki í samböndum og iðulega koma upp sömu mistökin sem fólk gerir. Meira »

Hvenær á að æfa til að grennast hraðar?

13.7. Það er ekki óalgegnt að spyrja að þessu þegar markmiðið er að losa sig við nokkur kíló. Vísindafólk hefur rannsakað þetta og er svarið líklega ekki það sem flestir vonast eftir. Meira »

Hönnunarparadís í 104 Reykjavík

13.7. Við Sigluvog 11 stendur glæsilegt Sigvaldahús sem byggt var 1960. Falleg málverk og húsgögn prýða þetta einstaka hús.   Meira »

Eftirsóttustu einhleypu konur Íslands

13.7. Sum­arið er tím­inn til að finna ást­ina og þá er ágætt að vita hverj­ir eru áhuga­verðustu ein­hleypu konur Íslands. Eins og sést á list­an­um eru margir kvenskörungar í lausagangi. Meira »