Andlega erfitt að grisja og flytja

Anna Kristín Þorsteinsdóttir er mikill safnari.
Anna Kristín Þorsteinsdóttir er mikill safnari.

Listakonan Anna Kristín Þorsteinsdóttir hefur enga tölu á því hversu oft hún hefur flutt um ævina en síðustu tíu árin hefur henni þó tekist að skjóta rótum á sama stað.

„Þegar ég flutti síðast, fyrir sirka áratug, tók ég það saman að á tólf árum hafði ég flutt jafnmörgum sinnum. Flutningarnir voru allir á milli leiguíbúða á höfuðborgarsvæðinu en eins og allir vita er þessi leigumarkaður ansi strembinn. Það gefur eiginlega augaleið að þegar maður er fastur í honum þá fylgja reglulegir flutningar,“ segir Anna Kristín og bætir við að ástandið hafi verið svipað þegar hún var á leigumarkaði í litlu hafnarborginni Kristiansand í Noregi: „Ég bjó þar í tólf ár og flutti að sjálfsögðu nokkrum sinnum milli staða.“

Spurð hvort hún kannist við máltækið „Enginn veit hvað átt hefur fyrr en flutt hefur,“ segist Anna eiginlega hafa fundið það máltæki upp.

„Oftar en einu sinni á mínum flutningaferli hafa mér algjörlega fallist hendur yfir öllu draslinu sem mér tekst að jafnaði að sanka að mér á örskömmum tíma. Undarlegustu hlutir hafa poppað upp og heilu listaverkin risið upp úr ruslinu inni í kompu, meðal annars englasafn og gömul ástarbréf,“ segir hún og hlær.

„Þegar ég flyt þá reyni ég, upp að því marki sem tilfinningagreindin leyfir, að grisja en ég er safnari og nostalgíu-kona af guðs náð svo það getur reynst bæði tímafrekt og andlega krefjandi að grisja. Þá aðallega bækur og hverskonar pappíra. Ég hef hreinlega þurft að kalla út hjálp frá fjölskyldunni til að grisja í bílskúrnum og því mæli ég reyndar eindregið með. Flestum finnst bæði flókið og erfitt að grisja en þegar maður fær aðstoð við átökin er til staðar manneskja sem sér draslið manns með hlutlausari hætti og því verður einfaldlega að takast á við þetta.“

Flest erum við misjöfn þegar það kemur að því að gefa hlutum tilfinningalegt gildi. Sumir geta skipt út húsgögnum á tveggja ára fresti og sjá hreint ekkert eftir þeim meðan aðrir setja sál sína í sængurver og sófasett og allt þar á milli.

Anna tilheyrir síðari hópnum enda segir hún innbú sitt aðallega samanstanda af erfðagripum og gömlum munum sem hún hefur fundið á nytjamörkuðum.

„Saga hluta skiptir mig máli. Ég hef engan áhuga á að eiga einhvern hlut eða húsgagn, bara af því að hann er í tísku eða af því að hluturinn er vinsæll þá stundina. Ég held sérstaklega mikið upp á fyrsta húsgagnið mitt en það er borð sem ég keypti í antikversluninni Fríðu Frænku þegar ég byrjaði fyrst að búa í kringum tvítugt. Þetta er ævagamalt borð sem hefur þjónað margskonar hlutverkum á öllum þeim stöðum sem ég hef búið. Til dæmis hefur það verið eldhúsborð, skrifborð, snyrtiborð og stofuborð. Það má segja að þetta borð innihaldi allt mitt fullorðinslíf. Auðvitað ekki bókstaflega en það minnir mig auðveldlega á alla þá staði sem ég hef búið á og þær sögur sem því fylgja.“

En hvað finnst Önnu Kristínu best við að flytja og hvað þykir henni verst við það?

„Það versta er þetta andartak þegar maður er búinn að dunda sér við að raða, flokka og grisja. Láta hugann reika um nýtt upphaf og nýja litapallettu, er jafnvel byrjaður að gera kósý á nýja staðnum eftir að hafa þrifið alla gömlu íbúðina en þá man maður skyndilega eftir því að það átti eftir að tæma ruslaskápinn undir vaskinum og geymsluna OG þrífa ofninn! Það besta er svo þessi tilfinning um ný tækifæri, nýtt upphaf, óskrifað blað sem bíður nýrra ævintýra. Tilfinningin um að klára eitthvað og segja skilið við það getur einnig verið svo frelsandi og allt blandast þetta svo saman í litríka tilhlökkunarsúpu.“

Anna Kristín blandar saman hlutum úr ólíkum áttum.
Anna Kristín blandar saman hlutum úr ólíkum áttum.
Stíllinn hennar er notalegur og heimilislegur.
Stíllinn hennar er notalegur og heimilislegur.
Anna Kristín er meistari í að blanda saman ólíkum hlutum …
Anna Kristín er meistari í að blanda saman ólíkum hlutum þannig að útkoman verði mjög falleg.
Blóm gera rýmið hlýlegt.
Blóm gera rýmið hlýlegt.
Hringlaga spegill og gamalt borð passa vel saman.
Hringlaga spegill og gamalt borð passa vel saman.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál