Andlega erfitt að grisja og flytja

Anna Kristín Þorsteinsdóttir er mikill safnari.
Anna Kristín Þorsteinsdóttir er mikill safnari.

Listakonan Anna Kristín Þorsteinsdóttir hefur enga tölu á því hversu oft hún hefur flutt um ævina en síðustu tíu árin hefur henni þó tekist að skjóta rótum á sama stað.

„Þegar ég flutti síðast, fyrir sirka áratug, tók ég það saman að á tólf árum hafði ég flutt jafnmörgum sinnum. Flutningarnir voru allir á milli leiguíbúða á höfuðborgarsvæðinu en eins og allir vita er þessi leigumarkaður ansi strembinn. Það gefur eiginlega augaleið að þegar maður er fastur í honum þá fylgja reglulegir flutningar,“ segir Anna Kristín og bætir við að ástandið hafi verið svipað þegar hún var á leigumarkaði í litlu hafnarborginni Kristiansand í Noregi: „Ég bjó þar í tólf ár og flutti að sjálfsögðu nokkrum sinnum milli staða.“

Spurð hvort hún kannist við máltækið „Enginn veit hvað átt hefur fyrr en flutt hefur,“ segist Anna eiginlega hafa fundið það máltæki upp.

„Oftar en einu sinni á mínum flutningaferli hafa mér algjörlega fallist hendur yfir öllu draslinu sem mér tekst að jafnaði að sanka að mér á örskömmum tíma. Undarlegustu hlutir hafa poppað upp og heilu listaverkin risið upp úr ruslinu inni í kompu, meðal annars englasafn og gömul ástarbréf,“ segir hún og hlær.

„Þegar ég flyt þá reyni ég, upp að því marki sem tilfinningagreindin leyfir, að grisja en ég er safnari og nostalgíu-kona af guðs náð svo það getur reynst bæði tímafrekt og andlega krefjandi að grisja. Þá aðallega bækur og hverskonar pappíra. Ég hef hreinlega þurft að kalla út hjálp frá fjölskyldunni til að grisja í bílskúrnum og því mæli ég reyndar eindregið með. Flestum finnst bæði flókið og erfitt að grisja en þegar maður fær aðstoð við átökin er til staðar manneskja sem sér draslið manns með hlutlausari hætti og því verður einfaldlega að takast á við þetta.“

Flest erum við misjöfn þegar það kemur að því að gefa hlutum tilfinningalegt gildi. Sumir geta skipt út húsgögnum á tveggja ára fresti og sjá hreint ekkert eftir þeim meðan aðrir setja sál sína í sængurver og sófasett og allt þar á milli.

Anna tilheyrir síðari hópnum enda segir hún innbú sitt aðallega samanstanda af erfðagripum og gömlum munum sem hún hefur fundið á nytjamörkuðum.

„Saga hluta skiptir mig máli. Ég hef engan áhuga á að eiga einhvern hlut eða húsgagn, bara af því að hann er í tísku eða af því að hluturinn er vinsæll þá stundina. Ég held sérstaklega mikið upp á fyrsta húsgagnið mitt en það er borð sem ég keypti í antikversluninni Fríðu Frænku þegar ég byrjaði fyrst að búa í kringum tvítugt. Þetta er ævagamalt borð sem hefur þjónað margskonar hlutverkum á öllum þeim stöðum sem ég hef búið. Til dæmis hefur það verið eldhúsborð, skrifborð, snyrtiborð og stofuborð. Það má segja að þetta borð innihaldi allt mitt fullorðinslíf. Auðvitað ekki bókstaflega en það minnir mig auðveldlega á alla þá staði sem ég hef búið á og þær sögur sem því fylgja.“

En hvað finnst Önnu Kristínu best við að flytja og hvað þykir henni verst við það?

„Það versta er þetta andartak þegar maður er búinn að dunda sér við að raða, flokka og grisja. Láta hugann reika um nýtt upphaf og nýja litapallettu, er jafnvel byrjaður að gera kósý á nýja staðnum eftir að hafa þrifið alla gömlu íbúðina en þá man maður skyndilega eftir því að það átti eftir að tæma ruslaskápinn undir vaskinum og geymsluna OG þrífa ofninn! Það besta er svo þessi tilfinning um ný tækifæri, nýtt upphaf, óskrifað blað sem bíður nýrra ævintýra. Tilfinningin um að klára eitthvað og segja skilið við það getur einnig verið svo frelsandi og allt blandast þetta svo saman í litríka tilhlökkunarsúpu.“

Anna Kristín blandar saman hlutum úr ólíkum áttum.
Anna Kristín blandar saman hlutum úr ólíkum áttum.
Stíllinn hennar er notalegur og heimilislegur.
Stíllinn hennar er notalegur og heimilislegur.
Anna Kristín er meistari í að blanda saman ólíkum hlutum ...
Anna Kristín er meistari í að blanda saman ólíkum hlutum þannig að útkoman verði mjög falleg.
Blóm gera rýmið hlýlegt.
Blóm gera rýmið hlýlegt.
Hringlaga spegill og gamalt borð passa vel saman.
Hringlaga spegill og gamalt borð passa vel saman.
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »

Íþróttaálfurinn kvæntist ástinni

09:33 Íþróttaálfurinn Dýri Kristjánsson gekk að eiga Ingibjörgu Sveinsdóttur um helgina. Hjónin gengu í það heilaga í Fríkirkjunni. Meira »

Svona getur hún ekki tekist á við lífið

05:00 Arianna Huffington stofnandi Huffington Post segir svefn eitt það mikilvægasta sem hún veit um. Henni líkar illa við sjálfa sig þegar hún er ósofin. Hún trúir á lítil skref í rétta átt til að byggja upp gott líf inn í framtíðina. Meira »

Eyddu 18 mánuðum í að gera húsið upp

Í gær, 22:00 Jessica Alba gjörbreytti nýja húsinu sínu en það tók eitt og hálft ár að gera húsið upp. Alba sýnir draumahúsið í nýju myndbandi sem birtist á vef Architectural Digest. Meira »

„Hef aldrei verið svona kynköld“

Í gær, 18:00 Kona sem elskar kærastann sinn er að upplifa áskorun í sambandinu þar sem þau eru með mismunandi væntingar til sambandsins. Hann skilgreinir kynlíf og nánd öðruvísi en hún og kennir henni um að hlutirnir eru ekki að ganga eins vel og hann vildi í svefnherberginu. Meira »

72 tíma hús minnkar stress um 70%

Í gær, 16:00 Langar þig að afstressa þig í Svíþjóð og koma endurnærð/ur til baka? Hvernig myndi þér lítast á að njóta 72 tíma í glerhúsi í Svíþjóð? Meira »

Haldið ykkur: Tie-dye-föt eru komin aftur í tísku

Í gær, 13:00 Byrjið að leita að gömlum fatakössum uppi á háalofti og kembið fatamarkaðina, tie-dye-föt verða það heitasta í sumar.  Meira »

Æfingin sem heldur Biel í formi

í gær Leikkonan Jessica Biel gerir krefjandi útgáfu af hnébeygju á öðrum fæti hjá einkaþjálfaranum sínum.  Meira »

Skilnaðarráð fræga fólksins vekja athygli

í gær Sumar stórstjörnur eru á því að eftir skilnað sé ávallt best að kenna öðrum um á meðan aðrar segja að það að taka ábyrgð ýti undir vinskap. Meira »

GOT-aðdáendur heppnari í rúminu

í fyrradag Game of Thrones-aðdáendur eru ekki bara að ná saman á kaffistofunum heldur einnig í ástalífinu.   Meira »

Búin að gleyma hvernig ástin er

í fyrradag Kona á þrítugsaldri sem hefur ekki verið í sambandi í nokkur ár segist ekki muna hvernig tilfinning það er að vera ástfangin. Hún biður um ráð. Meira »

Teppi á gólfinu hjá Sex and the City-stjörnu

í fyrradag Hús leikkonunnar Kristin Davis er afar huggulegt en þó spurning hvort það hefði verið nógu fínt fyrir hina fínu Charlotte úr Sex and the City. Meira »

Halla Bára: Gucci klæðir heimilið

í fyrradag Halla Bára Gestsdóttir innanhússhönnuður skrifar um heimilislínu Gucci sem hvikar hvergi frá þeim hugarheimi sem hefur gert merkið að því verðmætasta í tískuheiminum. Meira »

Leið ömurlega undir 58 kílóum

25.5. Tónlistarkonunni Bebe Rexha var kalt og hún borðaði ekki þegar hún var sem léttust. Hún gengur nú um fáklædd heima hjá sér til að efla sjálfstraustið. Meira »

Lofaði að húsið færi ekki úr fjölskyldunni

25.5. Berglind Berndsen og Helga Sigurbjarnadóttir, innanhússarkitektar FHI, endurhönnuðu hús sem byggt var 1901. Húsið hefur verið í eigu sömu fjölskyldu frá upphafi og var lagt mikið upp úr því að halda í upprunalegan stíl við endurbæturnar. Meira »

Undarleg stelling eyðileggur kynlífið

24.5. „Ég stunda sjálfsfróun á grúfu. Kynlíf með annarri manneskju, meira að segja munnmök, veita mér enga unun.“  Meira »

Ágústa Ósk selur Hvassaleitið

24.5. Söngkonan Ágústa Ósk Óskarsdóttir hefur sett raðhús sitt í Hvassaleiti í Reykjavík á sölu. Húsið er 260 fm að stærð og var byggt 1963. Meira »

Tók 450 tíma að gera Dior-dressið

24.5. Elle Fanning þykir ein best klædda leikkonan á Cannes í ár og leit út eins og gömul Hollwyood-stjarna í fallegu pilsi og kjól frá Dior á rauða dreglinum í vikunni. Meira »

Högnuhús eitt af draumahúsum BBC

24.5. Eitt fallegasta hús landsins, Bakkaflöt 1, er á lista BBC yfir draumahús frá 20. öldinni. Húsið var meðal annars sögusvið kvikmyndarinnar Eiðsins eftir Baltasar Kormák. Meira »

Valið snerist um að lifa eða deyja

24.5. „Mér þykir ekki létt að segja frá hvert var mitt fyrsta val. Það snerist ekki um að rigga mig á fætur og dúndra til dæmis fjárhagnum í lag. Nei. Valið snerist um að lifa eða deyja. Að deyja var á þeim tímapunkti auðveldari kosturinn og allt mælti með því vali. Ég viðurkenni að það var mitt val. Örlögin sáu til þess að leyfa mér það ekki. Ég breytti um skoðun. Valdi að lifa. Logandi hræddur við dauðann. Vildi aldrei deyja. Hef sagt og segi enn: Eina sem ég átti eftir var auðmýkt. Hafði ekki orku í að vera með hroka.“ Meira »

Giambattista Valli í samstarfi við H&M

24.5. H&M; tilkynnti nýjasta samstarf fyrirtækisins í galaveislu í Cannes í gærkvöldi.  Meira »

Haldið ykkur fast, COS opnar kl. 12

24.5. Sænska verslunin COS verður opnuð kl. 12 á Hafnartorgi í miðbæ Reykjavíkur en íslenskar tískuskvísur hafa beðið eftir þessari verslun í mörg ár. Meira »