Hinn fullkomni myndaveggur

Það er gaman að blanda saman myndum og teikningum.
Það er gaman að blanda saman myndum og teikningum. skjáskot

Myndaveggir eru einstaklega vinsælir nú til dags en þeir þykja einnig gott myndefni fyrir samfélagsmiðla eins og Instagram. Það er gaman og gefandi að setja saman myndavegg og getur gefið heimilinu skemmtilegan blæ. 

Það er fallegt að blanda saman persónulegum myndum og listaverkum frá öðrum til að skapa stemningu. Myndavegginn má gera með frjálsri aðferð en það er gott að hafa nokkur undirstöðuatriði í huga þegar maður hefst handa. 

Raðaðu römmunum þétt saman

Þá kemurðu fleiri listaverkum á vegginn og skapar rétta andrúmsloftið. Passaðu að hafa jafnt bil á milli allra myndanna. Þá kemur það sem stílhreinast út. 

Hafðu persónulegar myndir inni á milli 

Hafðu nokkrar persónulegar myndir inni á milli ef þú getur. Það er til fjöldinn allur af plakötum og listaverkum sem eru gríðarlega falleg, en til að gera heimilið að þínu er skemmtilegt að hafa fallegar persónulegar myndir inni á milli. 

Ekki vera hrædd við að blanda saman mismunandi römmum

Það þarf ekki að henda öllum gömlu römmunum og kaupa nýja í IKEA, langt því frá. Nýttu það sem til er og bættu nokkrum nýjum við. Rammarnir mega vera í mismunandi litum og af mismunandi stærðum og gerðum. 

Það getur gert mikið fyrir heimilið að hafa fallegan myndavegg.
Það getur gert mikið fyrir heimilið að hafa fallegan myndavegg. skjáskot
Það þarf ekki endilega að velja stóran vegg inni í …
Það þarf ekki endilega að velja stóran vegg inni í stofu. skjáskot
mbl.is