135 milljóna höll í Kópavogi

Ljósmyndir/Fasteignaljósmyndun.is

Við Ennishvarf í Kópavogi stendur ákaflega glæsilegt einbýli sem byggt var 2005. Húsið er 311 fm að stærð.

Húsið er ákaflega smekklega innréttað og falleg húsgögn og listaverk prýða húsið. Í eldhúsinu er sprautulökkuð innrétting og stór eyja sem er klædd með graníti. Hvítt sprautulakkað mætir gráu sprautulökkuðu og er endaveggurinn flísalagður upp í loft. 

Þegar inn í stofu er komið tekur við bjart og fallegt rými. Listaverkið fyrir ofan sófann gerir stofuna litríka og fallega. 

Húsið er vel skipulagt og í kringum húsið er vel hannaður garður. 

Af fasteignavef mbl.is: Ennishvarf 11

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál